fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Breki lagði smálánakóngana í Landsrétti – „Það er léttir að fá málfrelsi á ný“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 3. febrúar 2023 15:13

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur sneri við rétt í þessu meiðyrðadómi héraðsdóms yfir Breka Karlssyni og Neytendasamtökunum. Haustið 2021 fékk danska smálánafyrirtækið eCommerce 2020 ummæli Breka um dæmd dauð og ómerk. Breki og samtökin voru þó sýknuð af kröfu um greiðslu miskabóta. En eftirfarandi ummæli sem Breki lét falla í tölvupósti voru dæmd dauð og ómerk:

„the loans have been deemed illegal in Iceland.“

„whose only operation is illegal predatory lending.“

„These loans have been ruled illegal in Iceland by both courts and the Consumer surveillance agency.“

„illegal transfers.“

Tölvupóstana sendi Breki til tveggja greiðslumiðlana til að láta þær vita að þær væru mikilvægur hlekkur í smálánakeðjunni á Íslandi, sem gerði mögulegar úttektir af reikningum fólks. Fjölmargir hefðu þá haft samband við samtökin og óskað eftir aðstoð við að stöðva það sem þau töldu ólöglegar úttektir. (Sjá nánar Vísir.is)

Sem fyrr segir sneri Landsréttur dómnum við og ummæli Breka um smálánakóngana eru hér með orðin lögleg. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólana en í niðurstöðu segir:

„Áfrýjandinn, Breki Karlsson, er sýkn af kröfu stefnda, eCommerce 2020 ApS, um að ummæli í tölvupósti hans til Quickpay ApS 6. ágúst 2020 og Clearhaus A/S 20. ágúst, verði dæmd dauð og ómerk.“

Smálánakóngarnir þurfa að greiða Breka og Neytendasamtökunum eina milljón króna í málskostnað.

Feginn að hafa endurheimt málfrelsið

DV ræddi stuttlega við Breka og lýsti hann yfir ánægju sinni með niðurstöðu Landsréttar. Orðrétt sagði hann við blaðamann:

„Það er léttir að fá málfrelsi á ný. Auðvitað verða samtökin og forsvarsmenn að geta gagnrýnt það sem við teljum vera ámælisvert og þegar við teljum rétt neytenda vera fótum troðinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik
Fréttir
Í gær

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Í gær

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur Einarsson látinn

Pétur Einarsson látinn