fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Stjúpfaðir í felum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá 30. janúar um að erlendur maður sem á sambýliskonu og stjúpbarn hér á landi sæti gæsluvarðhaldi til 9. febrúar.

Í úrskurði Landsréttar kemur fram að hann hafi verið í felum hér á landi og að lögregla hafi haft afskipti af honum vegna ofbeldis gegn konunni:

„Í greinargerð varnaraðila til Landsréttar er rakið að hann eigi sambýliskonu hér á landi og stjúpbarn. Samkvæmt dagbók lögreglu, sem lögð var fyrir Landsrétt, voru höfð afskipti af varnaraðila 31. október 2022 vegna ætlaðs ofbeldis hans í garð sambýliskonu og er tekið fram að á heimilinu hafi einnig verið barn. Í dagbókinni er meðal annars haft eftir varnaraðila að hann viti af eftirlýsingu sinni og hann hafi reynt að vera á Íslandi í felum. Þá ætti varnaraðili ekki lögheimili á Íslandi og væri ekki með atvinnu.“

Grunað  brot mannsins sem er grundvöllur gæsluvarðhaldsins er hins vegar af öðru tagi og er það rakið í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms sem Landsréttur staðfestir. Segir þar að maðurinn sé grunaður um að hafa vorið 2020 stolið greiðslukorti af öðrum einstaklingi og notað það 59 sinnum með ýmsum úttektum úr hraðbönkum og viðskiptum við verslanir. Nema fjársvikin um 13.300 evrum eða andvirði um tveggja milljóna íslenskra króna. Brotið var framið erlendis en við því liggur í því landi 8 ára fangelsi.

Þann 18. janúar var farið fram á handtöku mannsins á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar með vísan til ákvæða laga um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra brota. Fallist hefur verið á framsalsbeiðnina.

Það er mat dómstólanna að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt til að tryggja viðveru mannsins þar til afhending á honum til erlendra yfirvalda fer fram.

Sjá nánar hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“