Þann 1. febrúar næstkomandi verður þingfest mál í Héraðsdómi Vestfjarða gegn manni sem ákærður er fyrir kynferðislega áreitni gegn starfskonu á veitingastað á Vestfjörðum.
Atvikið átti sér stað í lok október árið 2021. DV hefur ákæru málsins undir höndum og segir þar að maðurinn hafi strokið yfir brjóst konunnar utan klæða er hún var við störf á veitingahúsinu.
Er þess krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Konan gerir einkaréttarkröfu upp á eina milljón króna í skaða- og miskabætur. Ennfremur krefst hún greiðslu fyrir þóknun til réttargæslumanns.
Í ákæru, sem er nafnhreinsuð, kemur ekki fram á hvaða veitingastað atvikið átti sér stað en veitingahúsið er á Vestfjörðum.