fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Skúli rýfur þögnina – „Um langt skeið hef ég ranglega verið borinn afar þungum sökum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 11:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir, sem hefur verið til rannsóknar lögreglu vegna sex andláts sex sjúklinga, segist vera saklaus af þeim sökum sem á hann hafa verið bornar.

Hann rýfur nú þögnina í færslu á Facebook þar sem hann sagðist hingað til ekki hafa mátt bera hönd fyrir höfuð sér vegna þagnarskyldu. Nú sé rannsókn lögreglu á lokastigi og því geti hann upplýst að niðurstaða dómkvaddra matsmanna hafi verið sú að sjúklingarnir sex hafi allir látist af náttúrulegum orsökum.

„Um langt skeið hef ég ranglega verið borinn afar þungum sökum um tilefnislausar lífslokameðferðir meðan ég starfaði á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Lögum samkvæmt hef ég ekki getað borið hönd fyrir höfuð mér vegna þagnarskyldu. Umfjöllunin hefur því verið algjörlega einhliða, afar villandi og hreinlega röng. Nú þegar rannsókn lögreglu er á lokastigi, get ég þó upplýst að niðurstaða dómkvaddra matsmanna í málunum er að sjúklingarnir hafi allir látist af náttúrulegum orsökum.“

Oft óbærilegt að geta ekki svarað

Skúli fagnar því að rannsókn lögreglu sé að ljúka og styttist í að niðurstöður verði opinberar.

„Nú fer málið, sem er miklu flóknara en haldið hefur verið fram opinberlega, lögum samkvæmt til héraðssaksóknara, til þess sem kallað er ákærumeðferðar, sem þýðir í raun að farið er yfir niðurstöðu rannsóknarinnar og ákvörðun um framhaldið tekið.“

Skúli segir að þeir sem setið hafi undir „ósanngjarnri, einhliða og villandi fjölmiðlaumfjöllun“ viti hversu erfitt það í raun sé. Þetta eigi ekki síst við um heilbrigðisstarfsfólk sem sé í veikri stöðu ef bornar eru á það sakir.

„Að geta ekki svarað fyrir rangindi og þurfa að sitja undir einhliða málflutningi er oft á tíðum óbærilegt og ég fullyrði að fátt ógnar starfsöryggi þeirra meira en þetta. Öryggi starfsmanna og sjúklinga fer nefnilega saman.“

Þakkar fyrir stuðninginn

Þrír aðilar hafi verið til rannsóknar og þurft að heyja sína baráttu í hljóði vegna þagnarskyldu og þurft að sitja undir ótrúlegustu ásökunum á opinberum vettvangi.

„Sannleikurinn hefur aldrei vafist fyrir öllum þeim sem komu að umönnun sjúklinganna frá upphafi og rannsókn lögreglu og dómkvaddra matsmanna staðfestir það sem ljóst hefur verið alla tíð.“

Skúli þakkar vinum, vinnufélögum og öllum sem staðið hafa við bakið á honum sem og fjölmörgum fyrrum samstarfsmönnum sem hafi sýnt honum stuðning frá upphafi.

Skúli hefur undanfarin ár sætt lögreglurannsókn vegna gruns um að hafa valdið ótímabærum dauðsföllum sex sjúklinga sinna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja árin 2018-2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Í gær

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK