fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

„Ég er vægast sagt reiður“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 14:00

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Sjúkrahúsið í Keflavík. Mynd: Pjetur Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig stendur á því að læknir sem er grunaður um að hafa myrt sex manneskjur sé ennþá að vinna á spítala? Lögreglan hefur lokið rannsókn málsins og mun senda áfram til ákærusviðs. Hvað er að gerast? Ég er farinn að halda að þetta snúist um spillingu og klíkuskap. Ég er vægast sagt reiður.“

Ofangreint skrifar Beggi Dan Gunnarsson á Facebook í gær í tilefni af frétt um að læknirinn Skúli Tómas Gunnlaugsson sé aftur kominn til starfa á Landspítalanum. Skúli er grunaður um að hafa valdi ótímabærum dauðsföllum sex sjúklinga sinna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018-2020, þar á meðal andláti móður Begga –  Dönu Kristínu Jóhannsdóttur.

Sjá einnig: Skúli rýfur þögnina – „Um langt skeið hef ég ranglega verið borinn afar þungum sökum“

Sett í lífslokameðferð í hvíldarinnlögn

Beggi mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða málið. Hann segir að aðstandendum hinna látnu í málinu sé sýnd mikil óvirðing og ætla hann og fjölskylda hans ekki að sætta sig við þetta.

„Móðir mín, Dana, hún leggst inn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í enda árs 2019 og fer þangað inn í hvíldarinnlögn af félagslegum ástæðum og samdægurs er hún sett á lífslokameðferð af Skúla Gunnlaugssyni.“

Móðir Begga hafi ekki glímt við neina sjúkdóma heldur aðeins verið í hvíldarinnlögn. Þar hafi hún þó verið sett í lífslokameðferð og morfíni og slævandi lyfjum dælt í hana svo hún var ekki með sjálfri sér og var rúmbundin vikum saman þar til hún lét lífið.

„Þannig hún var bara út úr heiminum í rauninni og fékk ekkert um það ráðið og þegar hún reynir að mótmæla þessari lyfjagjöf setja þau morfínplástra á bakið á hanni svo hún nær þeim ekki af. Og þetta var bara agaleg upplifun – það var bara þannig.“

Logið að aðstandendum

Beggi segir að blákalt hafi verið logið að aðstandendum Dönu um að hún væri deyjandi – það hafi þó ekki verið rétt. Einnig hafi því ranglega verið haldið fram að hún væri með Alzheimer-sjúkdóminn.

„Það er einfaldlega logið að okkur að hún sé deyjandi sem hún er ekki“

Móðir hans hafi verið illa haldin þar sem sár og annað voru ekki meðhöndluð, en hún var með legusár inn að beini þegar hún lést. Eins hafi hluti af eyra hennar dottið af. Eins hafi vökva ekki verið haldið að henni.

„Þetta eru ekki læknamistök. Ég bara einfaldlega horfi á þetta þannig að hún hafi verið svipt lífi“

Eftir að fjölskyldan hafi leitað til Landlæknis, og rannsókn þar lokið, fengu þau í hendur „sótsvarta“ skýrslu sem var mjög sláandi. Þá áttuðu aðstandendur sig á því að móðir þeirra hefði í raun ekki verið deyjandi.

Vanvirðing við aðstandendur

Það hafi því verið sláandi að frétta af því að Skúli væri aftur kominn til starfa á Landspítalanum. Einkum í ljósi þess að lögregla hefur nú rannsakað málið og sent það til héraðssaksóknara sem taki ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út.

„Það finnst mér gjörsamlega fyrir neðan allar hellur og okkur finnst að það sé verið að sýna okkur mikla óvirðingu, okkur aðstandendum ekki bara mömmu heldur allra þessara meintu fórnarlamba“

Beggi segist líka hafa fengið skilaboð frá starfsmönnum á Landspítalanum sem finnist óþægilegt að vinna með Skúla.

„Að hafa meintan raðmorðingja við störf á spítala er eins og að hafa meintan barnaníðing við störf á leikskóla. Þetta er bara gjörsamlega óásættanlegt. Þetta er vanvirðing við okkur. Við ætlum ekki að sætta okkur við þetta, ég og mín fjölskylda. Þetta er vanvirðing við fólkið sem þarf að vinna með honum og þetta er vanvirðing við fólkið sem þarf að leita sér aðstoðar á sjúkrahúsinu“

Beggi nýtti tækifærið í Bítinu og kom þeim skilaboðum áleiðis til Skúla að hann ætti að sýna þá sómakennd að halda sig til hlés á meðan málið er enn til rannsóknar

„Hann ætti að sýna smá sómakennd og vera heima hjá sér á meðan niðurstaða fæst í þessi mál. Það er óásættanlegt að hann sé að vafra um ganga spítalans á þessum tímapunkti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“