fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Náinn samstarfsmaður Pútíns er reiður – „Dreptu þig“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 07:00

Dmitry Medvedev. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víða í heiminum byggist starf stjórnarerindreka og stjórnmálamanna á að geta komist í gegnum lífið með glæsileika, þokka og réttum orðum. Til þess að þetta gangi upp þarf fólk að vera gott í að lesa í stöðuna hverju sinni og lesa í það sem fólk segir og gerir.

En sumir kjósa að fara aðra leið og ganga mun beinskeyttari til verks. Þetta á til dæmis við um Dimtry Medvedev, fyrrum forseta Rússlands, fyrrum forsætisráðherra og núverandi varaformann rússneska öryggisráðsins.

Samkvæmt fréttum The Guardian og fleiri miðla þá lét Medvedev þung orð falla í garð Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan. Hann sakar Kishida um „skammarlega þjónkun“ við Bandaríkin.

Hann sagði einnig að aðeins sé hægt að losa sig undan skömm af þessu tagi með því að fremja „seppuku“ eða „harakiri“ sem eru sjálfsvíg með einhverskonar helgiathafnarbrag. Þetta er þekkt frá tímum samúræjanna en þá tíðkaðist að stinga sverði í maga sinn og alla leið inn í þarmana.

Medvedev lagði nýlega til að Kishida myndi gera þetta á næsta fundi japönsku ríkisstjórnarinnar.

Ástæðan fyrir þessari reiðu Medveded og ummælum er að Kishida fundaði með Joe Biden, Bandaríkjaforseta, á föstudaginn. Að fundi þeirra loknum vöruðu þeir Rússland við því að beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT