fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Húsbílaleigjendur sem brotið er á geta kært

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. janúar 2023 16:00

Jóhannes Þór Skúlason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að málefni húsbílaleigufyrirtækja sem sökuð er um slæma þjónustu hafi ekki komið inn á borð samtakanna.

DV greindi frá raunum erlendra húsbílaleigjenda sem segja farir sínar ekki sléttar af viðskiptum við fyrirtækin Camper Iceland og Wild Campers. Einn viðskiptavinur greinir frá því að hann hafi fengið í hendurnar húsbíl sem ekinn var yfir 200 þúsun km, gashitakynding virkaði ekki, ísskápur var í ólagi, sturta og salerni virkuðu ekki og á gaseldavél í bílnum var aðeins önnur hellan af tveimur í lagi. Allt var þetta búnaður sem viðskiptavinurinn hafði greitt fyrir afnot af samkvæmt lýsingu. Í frétt DV segir einnig frá raunum danska ferðalangsins Jason Lorje:

„Bíllinn reyndist í mun verra ástandi heldur en auglýsing og bókunarsíða höfðu gefið til kynna. Voru klæði í sætum rifin, vatnshitari var í ólagi, ísskápinn var ekki hægt að nota þar sem Jason hafði ekki verið bent á leiðbeiningar fyrir hann, og auk þess hafi ísskápurinn verið með of litlum hillum og því svo gott sem ónothæfur.

Í stiga sem var leiddi upp í rúm í húsbílnum hafi vantað skrúfu sem varð til þess að Jason féll þegar hann fór niður stigann að nóttu.

Eins hafi Jason pantað fjögur sett af sængum en aðeins fengið þrjár sem varð til þess að fyrsta nóttin í bílnum var mjög „óþægileg“.

„Ein sængin sem við fengum var enn með óhreinum rúmfötum frá fyrri leigjanda. Okkur tókst að sækja aukasæng frá hótelinu sem fyrirtæki ykkar á í Skógum og þess vegna höfðum við fjórar sængur þessa þrjár nætur sem voru eftir,“ segir Jason í tölvupósti sínum til Wildcampers.is.“

Fyrirtækin ekki meðlimir í SAF

„Nei ég hef ekki heyrt af þessu fyrr. Ekkert sem hefur komið hingað inn á borð. Reyndar er hvorugt þessara fyrirtækja sem nefnd eru í fréttinni aðilar að SAF,“ segir Jóhannes í samtali við DV.

Hann bendir á að kæruleið fyrir viðskiptavini ferðaþjónustufyrirtækja sem telja á sér brotið. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa er sjálfstæð og óháð opinber úrskurðarnefnd sem úrskurðar í ágreiningsmálum milli neytenda og seljenda um flestar gerðir samninga um kaup á vöru og þjónustu. Markmið nefndarinnar er að tryggja neytendum aðgang að skilvirkri og faglegri málsmeðferð við úrlausn ágreinings utan dómstóla. Nefndin starfar samkvæmt lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála nr. 81/2019 sem tóku gildi 1. janúar 2020. Nánar er kveðið á um störf nefndarinnar og málsmeðferð í reglugerð nr. 1177/2019 um kærunefnd vöru- og þjónustukaupa sem einnig tók gildi 1. janúar 2020.

Eflaust er erlendum ferðamönnum ekki kunnugt um störf kærunefndarinnar en mikilvægt er fyrir Íslendinga sem vilja greiða götu slíkra aðila að hafa þessa leið í huga.

Jóhannes bendir á að SAF leggi áherslu á fagmennsku í ferðaþjónustu: „Eitt af markmiðum sameiginlegrar stefnumótunar SAF og stjórnvalda er að ferðamenn eigi hér einstaka og jákvæða upplifun í heimsókn sinni.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT