Í vesturhluta höfuðborgarinnar bar það helst til tíðinda að lögreglan aðstoðaði starfsfólk búsetuúrræðis vegna skjólstæðings sem var erfiður viðureignar. Við veitingastað kom til slagsmála á milli nokkurra aðila. Minniháttar áverkar hlutust af. Einn ökumaður var handtekinn grunaður um að vera ölvaður.
Í Hafnarfirði og Garðabæ bar það helst til tíðinda að tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki. Þar var raftækjum stolið. Einn ökumaður var handtekinn grunaður um ölvun við akstur. Hann hafði lent í umferðaróhappi áður en til hans náðist.