fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Sólveig gagnrýnir ríkissáttasemjara – „Stéttaandúð, andúð á láglaunakonum“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. janúar 2023 09:00

Sólveig Anna Jónsdóttir, mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir ríkissáttasemjara og segir að hann hafi ekki áttað sig á að það sé hans hlutverk að sjá til þess að viðsemjendur Eflingar uppfylli skyldur sínar og mæti með eitthvað að samningaborðinu.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar er haft eftir Sólveigu að Efling hafi verið svipt samningsrétti. Þar ráði stéttaandúð og neikvætt viðhorf til láglaunakvenna för.

Hún sagði að 65% Eflingarkvenna lifi við viðvarandi fjárhagsáhyggjur. „Ef til verkfalls kemur er það ekki vegna þess að mig langi í verkföll eða að fjölskipuð samninganefnd sé gengin af göflunum heldur vegna þess að fólk þarf á því að halda að við náum árangri,“ sagði hún.

Hún sagði einnig að Efling hafi sýnt mikinn samningsvilja en Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hafi valdið vonbrigðum: „Ég hef bundið vonir við að ríkissáttasemjari átti sig á að það gengur ekki að Efling sé svipt sjálfstæðum samningsrétti. En því miður áttar hann sig ekki á því. Hann áttar sig ekki heldur á að það er hans hlutverk að okkar viðsemjendur uppfylli sínar skyldur og mæti með eitthvað að samningaborðinu.“

Hún sagði að það sem glímt sé við sé stéttaandúð hinna velmegandi gagnvart því vinnuafli sem haldi öllu gangandi: „Við upplifum mikla stéttaandúð, mikla andúð á láglaunakonum og ekki síst aðfluttum láglaunakonum. Viðsemjendur sjá okkur ekki fyrir sér sem ómissandi fólk sem heldur allri framleiðslunni gangandi heldur sem ruslaralýð. Því miður hafa félagar okkur hjá Starfsgreinasambandinu lagst á árar með þeim,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks