fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Frumleg smyglaðferð hjá svissnesku burðardýri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. janúar 2023 13:00

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svissneskur maður var þann 12. nóvember dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í 10 mánaða fangelsi fyrir smygl á töluverðu magni af kókaíni, 1.356,77 g. Dómurinn er þó vægari en kveðnir hafa að undanförnu verið upp yfir svokölluðum burðardýrum, en um daginn fékk maður 17 mánaða fangelsi fyrir smygl á um 1 kílói af kókaíni. Munurinn stafar eflaust af því að efnið sem Svisslendingurinn flutti inn til landsins var ekki sterkt, miðað við það sem gengur og gerist, styrkleikinn 30-56%. Enn fremur liggur fyrir að maðurinn var í raun með minna af kókaíni en 1.356,77 g en vegna smyglaðferðarinnar sem hann beitti var ekki hægt að ákvarða magnið.

Maðurinn kom til landsins með efnin þann 9. nóvember síðastliðinn, en hann var að koma úr flugi frá Barcelona. Smyglaðferðin var hugvitsamleg en efnin voru „falin í höfuðpúða, bakpoka og úlpu sem voru í farangri ákærða, en fíkniefnunum hafði verið skeytt saman við bómul og filtefni höfuðpúðans og svamplög í bakpoka og úlpu,“ eins og segir í ákæru. Einnig segir:

„Samkvæmt matsgerð voru sýnin sem send voru til rannsóknar af þrennum toga. Í fyrsta lagi blanda af filti og tróði með hvítum efnisleyfum, í öðru lagi ljósir svampar og filt með hvítum efnisleifum og í þriðja lagi ljósir svampar með ljósum efnisleyfum. Ekki var unnt að skilja fíkniefnin frá svampinum, filtinu og tróðinu. Því liggur fyrir að fíkniefnin sem slík voru ekki tæplega 1.357 grömm.“

Maðurinn játaði brot sín afdráttarlaust. Ekki er vitað til að maðurinn hafi brotið af sér áður. Ekkert hefur komið fram um að hann hafi verið eigandi efnanna né tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra til landsins. Hins vegar lítur dómarinn það alvarlegum augum að maðurinn hafi flutt til inn til landsins töluvert magn af kókaíni sem ætlað var til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Niðurstaðan er sem fyrr segir tíu mánaða fangelsi.

 

Dómur Héraðsdóms Reykjaness

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg