fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

„Umtalsvert mengunarslys“ hjá Costco olli ólyktinni dularfullu í Hafnarfirði

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fnykur sem barst frá holræsakerfum í vesturbæ Hafnarfjarðar um jólin má rekja til bilunar í hreinsibúnaði hjá verslunarrisanum Costco í Kauptúni. Frá þessu greinir RÚV.

Íbúar í Hafnarfirði fóru að kvarta undan ólykt um miðjan desember og var í fyrstu talið að um eitthvað smáræði væri að ræða. Sú var þó ekki raunin og vaknaði fljótlega grunur um að mengunin kæmi frá holræsakerfi Garðabæjar sem er að hluta tengt inn á holræsakerfi Hafnarfjarðar.

Var minnisblað umhverfis- og veitustjóra um málið lagt fram á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs bæjarins í morgun. Ástæða lyktarinnar, eða ólyktarinnar, var bilun í hreinsibúnaði Costco-afgreiðslustöðvarinnar í Kauptúni. Eftir að haft var samband við verslunarrisann var strax farið að vinna að lagfæringu.

Í minnisblaðinu segir að Costco hafi verið krafið skýringa um það hvers vegna svo mikil olía hafi lekið úr olíutönkum og hvers vegna það hafi ekki komið fram við reglubundið eftirlit. Harmaði umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar í bókun sinni að Costco hafi ekki brugðist við þegar viðvörunarbúnaður bilaði og hafi útkoman verið „umtalsvert mengunarslys“. Fólk ráðið jafnframt umhverfis- og veitustjóra að rukka Garðabæ um kostnaðinn við aðgerðirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Þrettán þúsund Eflingarfélagar búa við fátækt

Þrettán þúsund Eflingarfélagar búa við fátækt
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Faðir tvíburasystranna óttast um börn sín og lýsir átakanlegri reynslu sinni – „Það er mér sárt að skrifa þessi orð“

Faðir tvíburasystranna óttast um börn sín og lýsir átakanlegri reynslu sinni – „Það er mér sárt að skrifa þessi orð“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“
Fréttir
Í gær

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“
Fréttir
Í gær

Þorgerður varð hugsi yfir skilti Baldvins – „Íslenskt hugrekki í hnotskurn“

Þorgerður varð hugsi yfir skilti Baldvins – „Íslenskt hugrekki í hnotskurn“
Fréttir
Í gær

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu
Fréttir
Í gær

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“