fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

„Umtalsvert mengunarslys“ hjá Costco olli ólyktinni dularfullu í Hafnarfirði

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fnykur sem barst frá holræsakerfum í vesturbæ Hafnarfjarðar um jólin má rekja til bilunar í hreinsibúnaði hjá verslunarrisanum Costco í Kauptúni. Frá þessu greinir RÚV.

Íbúar í Hafnarfirði fóru að kvarta undan ólykt um miðjan desember og var í fyrstu talið að um eitthvað smáræði væri að ræða. Sú var þó ekki raunin og vaknaði fljótlega grunur um að mengunin kæmi frá holræsakerfi Garðabæjar sem er að hluta tengt inn á holræsakerfi Hafnarfjarðar.

Var minnisblað umhverfis- og veitustjóra um málið lagt fram á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs bæjarins í morgun. Ástæða lyktarinnar, eða ólyktarinnar, var bilun í hreinsibúnaði Costco-afgreiðslustöðvarinnar í Kauptúni. Eftir að haft var samband við verslunarrisann var strax farið að vinna að lagfæringu.

Í minnisblaðinu segir að Costco hafi verið krafið skýringa um það hvers vegna svo mikil olía hafi lekið úr olíutönkum og hvers vegna það hafi ekki komið fram við reglubundið eftirlit. Harmaði umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar í bókun sinni að Costco hafi ekki brugðist við þegar viðvörunarbúnaður bilaði og hafi útkoman verið „umtalsvert mengunarslys“. Fólk ráðið jafnframt umhverfis- og veitustjóra að rukka Garðabæ um kostnaðinn við aðgerðirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“