Tími aðgerða – og það strax – er runninn upp til að minnka loftmengun hér á landi. Landvernd segir ástandið algerlega óboðlegt. Mengunin fer sjaldnast yfir 20 í Reykjavík en fór í 190 í dag. Ágústa Jónsdóttir, umhverfisfræðingur og varaformaður Landverndar fer yfir málið með Sigmundi Erni á fréttavaktinni í kvöld.
Þar verður einnig fjallað um þau tíðindi að Evrópusambandið hefur styrkt þrettán evrópsk fyrirtæki, þar af sex íslensk, um 1,4 milljarða til að þróa vind- og sólarorkulausnir fyrir flutningaskip. Íslensk uppfinning vekur þar athygli, en hún hverfist um vindhverfla í opnum gámaeiningum.
Og loks er fjallað um bókina hans Harry prins sem er rifin út og vekur heimsathygli. Okkar sérfræðingur í konungsfjölskyldunni, blaðamaður Oddur Ævar, útskýrir fyrir áhorfendum Fréttavaktarinnar hvað er í gangi í höll Karls konungs.