fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Rússneskir hermenn verða að klofa yfir lík félaga sinna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 08:00

Úkraínskir hermenn taka hergögn af föllnum rússneskum hermanni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú geisa mjög harðir bardagar um bæinn Soledar, sem er lítill bær nærri Bakhmut í Donets. Úkraínskar hersveitir verjast þar hörðum árásum Wagnerhópsins, sem er málaliðahópur sem starfar fyrir rússnesk yfirvöld.

Þetta segja úkraínskir embættismenn.

Soledar er um átta kílómetra norðaustan við Bakhmut sem Rússar hafa reynt að ná á sitt vald mánuðum saman. Það hefur þeim ekki tekist en mikið mannfall hefur orðið í þeirra röðum sem og hjá Úkraínumönnum. Bardagarnir þar eru hreinn skotgrafahernaður.

Snemma í gær tókst Úkraínumönnum að hrinda árás Wagnerliða við Soledar. Hanna Maljar, varavarnarmálaráðherra, skýrði frá þessu á Telegram. Hún sagði að þrátt fyrir mikið mannfall hafi Wagnerliðar fljótlega hafið nýja sókn.

„Óvinirnir verða bókstaflega að klofa yfir lík fallinna félaga sinna. Þeir nota stórskotalið, flugskeyti og sprengjuvörpur,“ skrifaði hún.

Yevgeni Prighozhin, sem er oft nefndur „Kokkur Pútíns“  hefur mánuðum saman reynt að ná Bakhmut á sitt vald og nú er röðin greinilega komin að Soledar. Hann varpaði ljósi á það um helgina af hverju hann hefur svona mikinn áhuga á að ná Bakhmut á vald Rússa.

„Kokkur Pútíns“ varpar ljósi á af hverju hann vill ná Bakhmut

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Í gær

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK