fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Alfreð ósáttur eftir tapið gegn Íslandi – „Ergilegt að kasta frá sér unnum leik“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. janúar 2023 17:57

Alfreð frá þeim tíma þegar hann þjálfaði íslenska landsliðið. Mynd: Pjetur Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, segir í viðtali við þýska fjölmiðilinn Bild Zeitung að það hafi verið sérstaklega ergilegt að kasta frá sér unnum leik gegn Íslandi.

Þjóðverjar leiddu um tíma með sex mörkum í undirbúningsleik liðanna í Bremen, fyrir HM í handbolta, sem hefst um miðja næstu viku. Ísland stal hins vegar sigrinum í lokin og lokatölur urðu 30-31.

Sjá einnig: Karaktersigur strákanna okkar gegn Þjóðverjum

Alfreð, sem einu sinni var landsliðsþjálfari Íslands og hefur þjálfað þýsk topplið áratugum saman, sagði orðrétt: „Við verðum að reyna að lágmarka mistökin sem við gerðum í dag. Ergilegt að hafa eiginlega kastað frá okkur unnum leik.“

Bild rekur tapið til þess að Alfreð hafi skipt inn á mörgum leikmönnum á lokakafla leiksins. Þess má geta að Íslendingar skiptu út ákveðnum lykilmönnum sem náðu sér ekki á strik og þeir sem komu inn í staðinn áttu stórleik.

Í viðtalinu gagnrýndi Alfreð leikstjórnandann Juri Knorr. Hann segir hann hafa leikið vel í 40 mínútur en gert allt of mörg sóknarmistök í lokahluta leiksins.

Liðin mætast að nýju á sunnudag. Á fimmtudag leikur Ísland fyrsta leikinn á HM, gegn Portúgal.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“