fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Áratugalöngum skiptum á þrotabúi Eyrarodda lokið – Rúmur helmingur fékkst upp í 402 milljón króna kröfur

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 4. janúar 2023 14:10

Frá Flateyri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 17. janúar 2011 var fiskvinnslan Eyraroddi á Flateyri tekin til gjaldþrotaskipta eftir úrskurð héraðsdóms Vestfjarða. Nú tæpum tólf árum síðar er skiptum í búinu loks lokið en að sögn skiptastjóra var úrlausn málsins afar flókin.

Mikið högg fyrir byggðarlagið

Gjaldþrota fiskvinnslunnar var mikið áfall fyrir Flateyri en starfsmenn fyrirtækisins voru 42 talsins undir lokin en á þriðja hundruð manns bjuggu í bænum á þeim tíma. Félagið var stofnað til þess að styrkja byggðarlagið en ljóst var að reksturinn væri erfiður því lítill sem enginn kvóti var á bak við reksturinn og illa gekk að afla meiri kvóta. Þá reyndust tafir á úthlutun byggðarkvóta til félaginu erfiður.

Stjórn fyrirtækisins hafði í nokkurn tíma reynt að leita nauðasamninga til þess að halda rekstrinum áfram en það bar ekki árangur. Teitur Björn Einarsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, var stjórnarformaður fyrirtækisins en í tilkynningu þegar greint var á gjaldþrotinu sagði hann að um mikil vonbrigði væru að ræða.

 

Teitur Björn Einarsson var stjórnarformaður Eyrarodda

 

Lýstar kröfur rúmlega 403 milljónir

Talsverða athygli vekur hversu langan tíma það tók að skipta búinu. Skiptastjóri búsins, Friðbjörn Eiríkur Garðarsson hæstaréttarlögmaður, segir að flækjustigið hafi verið mikið auk þess sem deilur og álitamál í kjölfar bankahrunsins hafi tafið úrlausn verulega.

„Í stuttu máli var bróðurparturinn af eignum búsins seldar tveimur aðilum en voru illskiptanlegar og töluverðan tíma tók að leysa úr þeim málum. Deilt var um lögmæti lána með gengistryggingu og mikil óvissa um þau mál öll sem tíma tók að fá á hreint. Þá var deilt um hversu víðtækur veðréttur veðhafa væri það er. Einkum í hvaða lausafjármunum veð væri í,“ segir Friðbjörn í skriflegu svari.

Alls voru lýstar kröfur í búið rúmar 402 milljónir króna. Samkvæmt úthlutunargerð greiddust að fullu búskröfur að fjárhæð kr. 1.447.104 og upp í veðkröfur kr. 174.504.085 og upp í forgangskröfur kr. 1.261.562. . Ekkert greiddist upp í almennar kröfur sem námu kr. 141.656.940 eða eftirstæðar kröfur sem námu kr. 220.344.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“