fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn tíu ára dreng

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. janúar 2023 14:39

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn tíu ára dreng, þar sem honum er gert að sök að hafa í nokkur skipti sumarið 2015 haft endaþarmsmök við drenginn og nýtt yfirburðastöðu sína gagnvart honum þegar þeir voru saman í einrúmi. RÚV greinir frá en ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Auk nauðguna er maðurinn sakaður um kynferðislega áreitni gegn sama dreng með því að hafa margsinnis, bæði úti við þegar hann glímdi við drenginn og í húsnæði, þuklað innan- og utanklæða á kynfærum og utanklæða á rassi drengsins. Þá hafi hann einnig látið drenginn snerta kynfæri sín, innan- og utanklæða. Þá er hann einnig sakaður um að hafa í eitt skipti tekið sér stöðu fyrir aftan drenginn og nuddað kynfærum sínum við rass og mjaðasvæði hans utanklæða.

Ákæruvaldið krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar en móðir hans fer fram á 5 milljón króna bætur fyrir son sinn með vöxtum frá 1. júní 2015.

Nánar fjallað um málið á vef RÚV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“