Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn tíu ára dreng, þar sem honum er gert að sök að hafa í nokkur skipti sumarið 2015 haft endaþarmsmök við drenginn og nýtt yfirburðastöðu sína gagnvart honum þegar þeir voru saman í einrúmi. RÚV greinir frá en ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Auk nauðguna er maðurinn sakaður um kynferðislega áreitni gegn sama dreng með því að hafa margsinnis, bæði úti við þegar hann glímdi við drenginn og í húsnæði, þuklað innan- og utanklæða á kynfærum og utanklæða á rassi drengsins. Þá hafi hann einnig látið drenginn snerta kynfæri sín, innan- og utanklæða. Þá er hann einnig sakaður um að hafa í eitt skipti tekið sér stöðu fyrir aftan drenginn og nuddað kynfærum sínum við rass og mjaðasvæði hans utanklæða.
Ákæruvaldið krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar en móðir hans fer fram á 5 milljón króna bætur fyrir son sinn með vöxtum frá 1. júní 2015.