fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Breytt og umhverfisvænni dreifing Fréttablaðsins

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. janúar 2023 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breyting hefur verið gerð á fyrirkomulagi dreifingar Fréttablaðsins frá áramótum. Það verður nú aðgengilegt á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi og á Akureyri og sömuleiðis á rafrænu formi eins og verið hefur. Breytt dreifing Fréttablaðsins tryggir snertiflöt við yfir 85 prósent landsmanna.

Fram til þessa hefur Fréttablaðinu verið dreift inn á heimili íbúa á höfuðbogarsvæðinu og á Akureyri en því verður nú hætt. Blaðið verður þess í stað aðgengilegt á yfir 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Áfram verður unnið að frekari dreifingu blaðsins. Þá hefur sá fjöldi sem les blaðið daglega á rafrænu formi, ýmist í appi eða á pdf-formi, vaxið jafnt og þétt. Ekki er búist við að breytt dreifing muni hafa teljandi áhrif á lestur blaðsins.

„Í upphafi komust stofnendur Fréttablaðsins að þeirri niðurstöðu að dreifa yrði blaðinu í heimahús því hér á landi væri fjölförnum stöðum á borð við það sem menn þekkja frá öðrum löndum, ekki til að dreifa. Nú hafa ýmsar breytingar orðið á samfélagslegum háttum þannig að fjöldi fólks kemur oft í viku í verslanir stórmarkaða, verslanamiðstöðvar, þjónustustöðvar olíufélaga, sund- og íþróttamiðstöðvar og svo mætti lengi telja,“ segir Jón Þórisson, forstjóri Torgs útgáfufélags Fréttablaðsins og annarra miðla, svo sem DV, Hringbrautar og frettabladid.is.

„Ástæða þessarar breytingar er margþætt. Í fyrsta lagi höfum við hjá Torgi haft vaxandi áhyggjur af því að dreifing blaðsins væri ekki í samræmi við þau markmið sem við höfum gengið út frá og að dreifingarferlinu fylgdi óþarfa sóun. Það er í takti við vaxandi umhverfisvitund að lágmarka kolefnisspor í okkar starfsemi. Við bætist svo að dreifing blaðs til tugaþúsunda heimila er óhemju kostnaðarsöm og reikna má með að kostnaður á nýbyrjuðu ári hefði orðið yfir einn milljarður króna,“ segir Jón.

Samkvæmt viðurkenndum könnunum er lestur Fréttablaðsins nú yfir 28 prósent meðal landsmanna en mælist 35 prósent á  höfuðborgarsvæðinu.

„Þetta er einstök staða á heimsvísu,“ segir Jón. „Lesturinn hefur vaxið undanfarna mánuði í kjölfar þess að við hófum að dreifa blaðinu á fjölförnum stöðum. Það er engin ástæða til að ætla annað en lesturinn gæti orðið að minnsta kosti sambærilegur eftir þessa breytingu. Þessi breytta dreifing tryggir snertiflöt við yfir 85 prósent landsmanna.“

Jón segir að fullreynt hafi verið að breyta dreifingarsamningi við Póstdreifingu, sem dreift hefur blaðinu um árabil.

„Þessi samningur var þegar í gildi þegar núverandi eigendur komu að félaginu og þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir reyndist ekki flötur á að semja um að losna undan þeirri skuldbindingu. Þannig var allt svigrúm í útgáfunni fjarlægt, eintakafjöldi fastsettur sem og fjöldi útgáfudaga og ekki mögulegt að koma til móts við umhverfissjónarmið og sporna við sóun. Því er ekki að leyna að um eins milljarðs króna árlegur dreifingarkostnaður var þungbær fyrir reksturinn,“ segir Jón.

„Ritstjórn Fréttablaðsins heldur ótrauð áfram að þjóna lesendum í samræmi við stefnu blaðsins og mega þeir að auki búast við ýmsum nýjungum. Þessi breyting er gerð til að styrkja og tryggja þjónustu blaðsins sem eftir sem áður er lesendum að kostnaðarlausu, eins og verið hefur í rúmlega tvo áratugi.“

 

Fréttablaðið liggur nú frammi á fyrrgreindum svæðum í verslunum Bónuss, Nettó, Hagkaups, Iceland, Fjarðarkaupum, Húsasmiðjunnar, Eymundsson, Melabúðinni, N1, Olís, Kringlunni, Firði,  sundstöðum, World Class, Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík, dvalarheimilum aldraðra, sjúkrahúsum, og Reykjavíkurflugvelli. Unnið verður áfram að útbreiðslu blaðsins á sambærilegum stöðum.

Eins og fyrr greinir er það einnig aðgengilegt á frettabladid.is í pdf-formi og í appi sem sækja má í alla Samsung og iPhone snjallsíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans