fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Breti pyntaður og drepinn af Rússum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. september 2022 07:03

Paul Urey. Mynd:TWITTER/@AVALAINA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

45 ára breskur hjálparstarfsmaður var handsamaður af Rússum í austurhluta Úkraínu og pyntaður og drepinn. Lík hans hefur verið afhent Úkraínumönnum en nokkra líkamshluta vantar á það.

Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, skýrði frá þessu á Twitter í nótt.

„Rússar hafa afhent lík breska hjálparstarfsmannsins Paul Urey sem þeir tóku höndum í apríl og sögðu síðar að hefði látist af völdum „sjúkdóms“ og „stress“ í júlí. Líkið ber merki óhugnanlegra pyntinga,“ segir í færslu ráðherrans.

Urey var handtekinn ásamt öðrum breskum hjálparstarfsmanni, Dylan Healy, í apríl við rússneska varðstöð. Þeir voru þá að reyna að koma móður og tveimur börnum hennar frá þorpi nærri Zaporizjzja að sögn The Guardian.

Þeir voru sakaðir um að vera málaliðar á vegum Úkraínu. Í maí birtist Urey síðan skyndilega í rússnesku sjónvarpi. Hann var handjárnaður og gagnrýndi umfjöllun breskra fjölmiðla um stríðið. Eftir það heyrðist ekkert frá honum.

Það var síðan 15. júlí sem Tass fréttastofan skýrði frá andláti hans. Var hann sagður hafa látist af völdum „sjúkdóms og stress“ fimm dögum áður.

Kuleba sagði Urey vera „hugrakkan mann“ og sendi fjölskyldu hans og vinum samúðarkveðjur. „Hann var hugrakkur maður sem helgaði líf sitt að bjarga öðrum. Úkraína mun aldrei gleyma honum né því sem hann gerði,“ skrifaði hann og bætti við að Úkraínumenn muni finna þá sem bera ábyrgð á dauða hans og „draga þá til ábyrgðar“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka
Fréttir
Í gær

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð