fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Faðir Sigríðar Bjarkar tengist rannsókn hryðjuverkamálsins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 29. september 2022 17:14

Sigríður Björk Guðjónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom á blaðamannafundi lögreglunnar í dag hefur Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sagt sig frá rannsókn viðamikils máls sem varðar meint stórfelld brot á vopnalögum og grun um áform um hryðjuverk. Ríkislögreglustjóri segir sig frá málinu þar sem ættingi hennar tengist rannsókninni.

Fram kemur á Stundinni í dag að þessi ættingi Sigríðar Bjarkar er faðir hennar, Guðjón Valdimarsson. Guðjón er fæddur árið 1953 og rekur hann fyrirtækið Vopnasalinn. Fyrirtækið selur skotvopn í gegnum netið. Guðjón mun vera stórtækur skotvopnasafnari.

Ekkert liggur fyrir um að þessi starfsemi sé ekki lögum samkvæmt og engar upplýsingar liggja fyrir um með hvaða hætti Guðjón tengist rannsókninni.

DV hefur árangurslaust reynt að ná sambandi við Guðjón Valdimarsson í dag.

Uppfært: Húsleit gerð hjá föður Sigríðar Bjarkar

Samkvæmt RÚV var gerð húsleit hjá Guðjóni í gær. Hann er sagður eiga gífurlega stórt byssusafn og hafi svokallað safnaleyfi sem geri honum kleift að eiga vopn sem annars eru ólögleg hér á landi.

Hugsanleg tengsl Guðjóns við málið liggja ekki fyrir og vill lögregla ekki gefa upplýsingar um þau.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi