fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Grunaðir um að framleiða þrívíddarprentaðar byssur – Rassía lögreglu staðið yfir frá því í síðustu viku

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. september 2022 13:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mennirnir fjórir sem handteknir voru í aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra í gær eru grunaðir um að framleiða skotvopn með þrívíddarprenturum og alvarlegar hótanir. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV en farið verður fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum í dag samkvæmt fréttastofu. Mennirnir voru handteknir í Holtasmára í Kópavogi og í iðnaðarhverfi í Mosfellsbæ í gær.

Fréttablaðið greindi frá handtökunni í Kópavogi sem að vakti tölvuverða athygli vegfarenda og lýsti einn því sem svo að töluvert uppnám hefði orðið.

Lögreglan hefur ekki viljað svara neinu til um málið en klukkan þrjú í dag verður haldinn blaðamannafundur þar sem að frekari upplýsingar verða veittar.

DV hefur heimildir fyrir því að aðgerðir lögreglu séu umfangsmiklar og hafi staðið yfir frá því í síðustu viku. Um sé að ræða rassíu vegna skotvopna í undirheimunum, sér í lagi framleiðslu á þrívíddarprentuðum byssum sem verða æ algengari hérlendis.

DV hefur heimildir fyrir að minnsta kosti fimm öðrum húsleitum sem áttu sér stað síðustu daga en mögulega eru þær enn fleiri.

Auk þeirra fjögurra sem voru handteknir í gær voru að minnsta kosti tveir aðrir handteknir í síðustu viku.

Fréttamiðillinn Mannlíf náði myndbandi af aðgerð lögreglunnar við Gullinbrú í Grafarvogi en þar var annar hinna tveggja tekin höndum. Samkvæmt blaðamanni miðilsins umkringdu þrír ómerktir bílar með fjöldi  sérsveitarmannavo bíla í vegkantinum. Aðeins einn var handtekinn, eins og áður segir, en lögreglan fór fram á gæsluvarðhald yfir manninum en á það var ekki fallist og var manninum sleppt að lokinni skýrslutöku.

Hinn sem DV veit til að var handtekinn var hins vegar úrskurðaður í gæsluvarðhald í eina viku sem er því við það að renna út.

DV hefur verið í sambandi við aðila sem að tengjast málunum og er það skoðun þeirra að lögreglan hafi farið offari í málinu og haft lítið upp úr krafsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“