fbpx
Þriðjudagur 29.nóvember 2022
Fréttir

Uppgjörinu í Sinfóníuhljómsveitinni „frestað um óákveðinn tíma“

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 19. september 2022 11:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur frestað félagsfundi sem boðað hafði verið til í kvöld þar sem fundarefnið var vantraustsyfirlýsing gagnvart framkvæmdastjóra og stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar.

Vantraustsyfirlýsingin hefur verið til umræðu síðan í sumar eftir að meðlimi hljómsveitarinnar var sagt upp störfum en hann hafði áður verið settur í leyfi vegna ásakana um áreitni og ofbeldi í garð samstarfsmanns. Þá var hann á sínum tíma kærður fyrir að brjóta kynferðislega gegn börnum en ekki var gefin út ákæra í málinu.

DV sagði frá því á föstudag, í frétt sem birtist um klukkan tvö, að boðað hefði verið til þessa fundar þar sem fyrirhugað væri að kjósa um vantraustsyfirlýsinguna.

Sjá einnig: Starfsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands æfir eftir að meintum ofbeldismanni var sagt upp

Um klukkan hálf sjö á föstudag sendi stjórn starfsmannafélagsins síðan út póst til sinna félagsmanna þar sem fram kom að félagsfundinum væri „frestað um óákveðinn tíma“ vegna útfarar sem fram fer á fimmtudag.

Reiði og óánægja

Mikil reiði og óánægja er með uppsögnina hjá hluta starfsfólks Sinfóníuhljómsveitarinnar. Samkvæmt heimildum DV telur Félag íslenskra hljómlistarmanna að uppsögnin sé ólögmæt og segist starfsfólk óttast um starfsöryggi sitt í kjölfar hennar.

Þá hefur hluti starfsfólks einnig krafist þess formlega að uppsögnin verði dregin til baka. Ýmsum finnst að stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar hafi tekið sér dómaravald með uppsögninni.

Unnið eftir faglegum ferlum

Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, segir í svari við fyrirspurn DV vegna málsins að hún sé bundin af lögum um hvað hún megi tjá sig um og hvernig hún megi tjá sig um málefni einstakra starfsmanna, en Sinfóníuhljómsveitin er sjálfstæði opinber stofnun í eigu íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar.

Þá sagðist hún telja ótímabært að tjá sig um vantraustsyfirlýsinguna að svo stöddu enda hafi hún enn ekki verið lögð fram.

„Það sem ég get þó sagt er að almennt þegar kemur ákvörðunum sem stjórn og framkvæmdastjóri taka og snúa að hljómsveitinni sem vinnustað er unnið eftir faglegum ferlum og álit fengin frá utanaðkomandi sérfræðingum eftir því sem við á,“ segir Lára.

Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar tjáir sig ekki um meinta áreitni hljómsveitarmeðlims 

„Hlutverk stjórnar og framkvæmdastjóra er skýrt – að stýra rekstri sveitarinnar og gæta hagsmuna hennar og starfsfólks, sem og að gæta þess að hún geti sinnt þeim lögbundnu hlutverkum sem henni eru falin. Starfsmannamál eru í höndum þessara aðila og þeir taka ákvarðanir með heildarhagsmuni Sinfóníuhljómsveitar Íslands að leiðarljósi,“ segir Lára ennfremur.

Eins og DV greindi frá á föstudag telur hluti starfsmannahópsins að stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar hafi tekið ákvörðun um uppsögnina út frá þeim „ímyndarskaða“ sem hljómsveitin gæti orðið fyrir ef ásakanir á hendur starfsmanninum um barnaníð og annað ofbeldi yrðu opinberar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússar reikna með að 100.000 af herkvöddu hermönnunum falli í vetur

Rússar reikna með að 100.000 af herkvöddu hermönnunum falli í vetur
Fréttir
Í gær

Fjórir lykilþættir varðandi stríðið í Úkraínu

Fjórir lykilþættir varðandi stríðið í Úkraínu
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Jón Svanberg tekur við sem framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar

Jón Svanberg tekur við sem framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Játar að hafa rifið upp hurðina á bíl barnsmóður sinnar og beitt hana ofbeldi

Játar að hafa rifið upp hurðina á bíl barnsmóður sinnar og beitt hana ofbeldi