fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Framkvæmdastjóri Sinfoníuhljómsveitarinnar tjáir sig ekki um meinta áreitni hljómsveitarmeðlims

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. febrúar 2022 19:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðlimur Sinfóníuhljómsveitar Íslands er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum eftir ásakanir um áreitni samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV.

DV leitaði viðbragða framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar, Láru Sóleyjar Jóhannsdóttur, vegna málsins en hún kvaðst þó ekki geta tjáð sig um einstök mál.

„Ég get ekki tjáð mig um eintök mál. 

Þegar að upp koma ásakanir eða ábendingar um meint einelti, áreitni eða ofbeldi tökum við slíku alvarlega og fylgjum stefnu og viðbragðsáætlun hljómsveitarinnar í þeim efnum“

Vísaði Lára að öðru leyti í stefnu Sinfóníuhljómsveitarinnar gegn einelti, kynferðilegri eða kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustað.  Þar kemur meðal annars fram að stefnan eigi við um samskipti sem eigi sér stað á vinnustaðnum, um samskipti í gegnum tölvu, síma eða önnur fjarskiptatæki, á skemmtunum á vegum vinnustaðarins, starfsmannafélagsins eða í vinnuferðum. Eins geti líka komið til álita að fjalla um athafnir utan vinnustaðarins ef þær eru til þess fallnar að hafa áhrif á samskipti aðila á vinnustaðnum.

Viðbragðsáætlun sé svo virkjuð þegar kvörtun eða ábending hefur borist en slíku skuli alltaf taka alvarlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“