fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Hrafn Jökulsson er látinn

Ritstjórn DV
Laugardaginn 17. september 2022 12:16

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafn Jökulsson rithöfundur og baráttumaður er látinn eftir að hafa háð stutta en harða baráttu við krabbamein í hálsi.

Hrafn var 57 ára gamall er hann lést. Fréttablaðið greinir frá.

Hann hefur undanfarið verið áberandi í fjölmiðlum vegna baráttu sinnar við krabbameinið og þar sem hann lagði áherslu á baráttuanda og gleði allt til loka en hann lést í gær.

Hrafn var ljóðskáld og rithöfundur. Hann var blaðamaður á Tímanum og hóf þar störf aðeins 15 ára gamall. Hann var einnig mikill skákmaður og stofnaði Skákfélagið Hrókinn sem átti eftir að standa að fjölda alþjóðlegra stórmóta hér á landi. Hrókurinn einbeitti sér í seinni tíð af því að kynna skák fyrir börnum og heimsótti grunnskóla landsins og héldu út fyrir landsteinanna til Grænlands þar sem börnum var kennd skák.

Hrafn greindi nýlega frá því opinberlega að hann ætlaði að stefna íslenska ríkinu annars vegar vegna harkalegrar handtöku og frelsissviptingar, hins vegar fyrir læknamistök.

Foreldrar Hrafns voru Jóhanna Kristjónsdóttir blaða- og baráttukona, og Jökuls Jakobssonar rithöfundar. Systkini hans eru Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundur og blaðakona og Illugi Jökulsson, rithöfundur. Hrafn lætur eftir sig fjögur börn. Hann gekk í hjónaband rétt fyrir andlátið, en hann og Oddný Halldórsdóttir játuðust hvoru öðru í ágúst eftir þriggja áratuga aðskilnað.

Hrafn greindi frá baráttu sinni við meinið opinskátt á Facebook og kallaði þar krabbameinið Sturlu. Í færslu í vikunni sagði hann:

„Kæru vinir, yfir mig hefur rignt óverðskulduðum yfirlýsingum um hetjuskap minn. Innilegar þakkir en margir verðskulda slíkt lof fremur en ég. Ef þið vilið gleðja mig, gerið það með því að taka eftir hetjunum, alvöru hetjunum. Það vekur mér sanna gleði ef þið rifjið upp eitthvað sem ég hef gert en ekki hvernig ykkur finnst að ég sé. Ég bið ykkur að rifja upp sögur frekar en lýsingar á persónu minni. Finnið ykkur hetjur dagsins og sendið mér sögur af þeim.“

Hann sagði einnig að hér í heimi séu óteljandi hetjur sem tekist á við verkefni lífsins dag frá degi án þess að fá fyrir það hrós.

„Það eru hvunndagshetjurnar sem ég ber ótakmarkaða virðingu fyrir. Fólkið sem vaknar á morgnana og fer og lætur gott af sér leiða. Fólkið sem ferðast yfir hálfan heiminn til að skapa börnum sínum nýtt líf. Fólkið sem lætur ekki bugast frammi fyrir valdníðslu og skepnuskap. Börnin á Barnaspítala Hringsins og öll börn sem mæta óréttlæti hinna fullorðnu.“

Í nýlegu viðtali við Fréttablaðið sagði Hrafn:

„Lífið er skemmtilegt. Það er engin ástæða til þess að vera hræddur. Við lifum í samfélagi sem er gegnsýrt af ótta. Mörgum finnst dauðinn vera tabú og erfitt að tala um hann. Ég hef vanið mig á að hugsa um og fást við dauðann allt mitt líf.

Hann hefur verið förunautur minn og ég þekki hann svo vel. Ég hef svo oft verið þar sem hann átti að vera en hann hefur ekki verið þar. Þannig að ef þú vilt vita leyndarmál þá er hann ekki til, skilurðu? Þannig að við þurfum ekki að vera hrædd við eitthvað sem er ekki til. Ekki satt? Við getum byrjað þar. Ekki vera hrædd.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni