fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Segir Rússa reiðubúna til samningaviðræðna um stríðið í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 09:00

Gerhard Schröder. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar eru reiðubúnir til að setjast að samningaborðinu til að finna lausn á stríðinu í Úkraínu en það hefur staðið yfir síðan 24. febrúar en þá réðust Rússar inn í landið. Þetta segir Gerhard Schröder, sem var kanslari Þýskalands frá 1998 til 2005, og hefur verið náinn samstarfsmaður Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, síðan.

Schröder lét þessi ummæli falla í viðtali við þýska tímaritið Stern. Hann sagði að nýlegur samningur Rússa og Úkraínumanna sem opnaði fyrir útflutning á korni frá Úkraínu hafi verið „fyrsti sigurinn“ og að út frá honum væri kannski hægt að mjakast hægt og rólega í átt að vopnahléi. „Góðu fréttirnar eru að Kreml vill semja um lausn,“ sagði Schröder.

En það sem Dmitry Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, sagði eru ekki eins góðar fréttir fyrir Úkraínu. Hann sagði í gær að Rússar væru reiðubúnir til samningaviðræðna um lausn á stríðinu í Úkraínu en að slíkar viðræður geti aðeins farið fram á „rússneskum forsendum“.

Úkraínumenn taka orðum Schröders um samningavilja Rússa með miklum efa. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra, skrifaði á Twitter að í ljósi harðra bardaga úkraínskra og rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu sé ekkert meira kaldhæðið en fullyrðing handlangara Pútíns um samningsvilja Rússa. Rússar séu einbeittir í að ætla að halda stríðinu áfram  og allt annað sé bara yfirvarp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís segir lýðræðinu ógnað með ofsalegri auðsöfnun fárra og rafrænum heilaþvotti almennings

Þórdís segir lýðræðinu ógnað með ofsalegri auðsöfnun fárra og rafrænum heilaþvotti almennings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður lýsir því erfiða hlutskipti að vera sakborningur – „Það breytir því hvernig sumir horfa á mann“

Sigurður lýsir því erfiða hlutskipti að vera sakborningur – „Það breytir því hvernig sumir horfa á mann“