fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Trausti gagnrýnir tugmilljóna arðgreiðslur einkarekinna leikskóla: „Peningur sem ætti að nýtast börnum er sogaður út“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 27. ágúst 2022 16:55

Trausti Breiðfjörð Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í sjálfstætt reknum grunnskólum borgarinnar eru þau skilyrði sett að þeir megi ekki greiða sér út arð. Hvers vegna gildir hið sama ekki um leikskóla?“ spyr Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, í aðsendri grein á Vísir.is.

Þar gerir hann að umtalsefni úttekt innri endurskoðunar á sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólum var kynnt á fundi skóla- og frístundaráðs í vikunni en greinin ber heitið: „Borgin á ekki að vera að opna á við­skipta­tæki­færi með barn­æskuna“

Hann segir ýmislegt hafa komið fram í úttektinni: „Það sem kom mest á óvart er að einkareknir leikskólar hafa heimildir til þess að greiða sér út arð, og það án neinna skilyrða,“ segir hann og bendur á að umtalsverður arður sé greiddur út til eigenda sem jafnframt eru á launaskrá hjá leikskólanum: „Peningur sem ætti að nýtast börnum er sogaður út.“

Sjá einnig: Leikskólinn Vinaminni greiddi út 65 milljónir í arðgreiðslur – Sælukot keypti íbúðarhús á Einarsnesi

Trausti setur alvarlega fyrirvara við arðgreiðslur einkarekinna leikskóla sem þar að auki njóta opinberra styrkja. „Hluti þeirra hefur á síðustu árum greitt sér út meira en 100 milljónir í arð samkvæmt skýrslunni. Það þýðir að í stað þess að fé sem borgin er að styðja leikskólanna með renni beint í leikskólastarfið er hluti þess að enda í vasa eigendanna. Hvernig erum við þarna að tryggja sem bestu gæði leikskólastarfs í borginni? Ég get ekki séð hvernig svo er.“

Hann segir þrjá leikskólanna hafa greitt út rúmlega 20 milljónir í arð á síðustu árum en einn hafa greitt sér út 65 milljónir á tveimur árum.

Eins og kemur fram í umfjöllun DV síðan fyrr í dag er það leikskólinn Vinaminni í Asparfelli.

Segir engin mörk á hömluleysinu

„Annar leikskóli keypti íbúðarhúsnæði sem ekki er vitað til hvaða nota er ætlað. Dæmi eru um að leikskólar séu að greiða sér út arð í bullandi taprekstri,“ segir Trausti en eins og DV fjallaði um þá er það leikskólinn Sælukot sem keypti íbúðarhús og Ársól sem Skólar ehf. reka greiddi út arð þrátt fyrir að vera með neikvætt eigið fé og stefna í gjaldþrot samkvæmt úttektinni.

„Útsvarinu okkar er ekki best borgið í að viðhalda arðgreiðslum og einhverju sem lítur út fyrir að vera íbúðabrask,“ segir Trausti. „Borgaryfirvöld leyfa þessu að viðgangast. Engin mörk virðast sett á hömluleysið.“

Vill börnin í fyrsta sæti

Þá segir Trausti að ein af aðaláherslum Sósíalista sé að börn eigi ekki að þurfa að borga fyrir þjónustu borgarinnar. „Það felur í sér að þau séu ekki rukkuð um leikskólagjöld. Með því að tryggja það komum við í veg fyrir að leikskólar geti sópað fé út úr starfinu og fært í vasa eigenda. Borgin á ekki að vera að niðurgreiða slíka starfsemi, heldur einfaldlega tryggja að það sé engin gjaldskrá. Við eigum öll að geta sammælst um það að börnin séu sett í fyrsta sæti og verið fullviss um að fé úr okkar sameiginlega sjóði sé að renna til barnanna og ekki neitt annað.“

Grein Trausta í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos