fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Teipaði kíló af kóki við lærið og stökk í flug – Hefði betur sleppt því

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 18:02

Hún hefði vissulega betur sleppt þessu. mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

44 ára gömul kona frá Dóminíska lýðveldinu hefur verið ákærð fyrir smygl á rúmu kílói af kókaíni með flugvél flugfélagsins Play Air til Íslands frá Barcelona í maí á þessu ári.

Í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, er konan sögð hafa fest pakkningarnar með samtals um 1,2 kílóum af kókaíni við lærin á sér. Pakkningarnar fundust við eftirlit í Leifsstöð. Konan var síðar úrskurðuð í gæsluvarðhald og dvelur hún nú í fangelsinu á Hólmsheiði.

Í ákærunni kemur jafnframt fram að kókaínið var mjög sterkt, eða um 92-94% hreint.

Málið var þingfest í lok síðustu viku í Héraðsdómi Reykjaness. Saksóknarar krefjast þess að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Konan neitaði sök við þingfestingu málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim