fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Teipaði kíló af kóki við lærið og stökk í flug – Hefði betur sleppt því

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 18:02

Hún hefði vissulega betur sleppt þessu. mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

44 ára gömul kona frá Dóminíska lýðveldinu hefur verið ákærð fyrir smygl á rúmu kílói af kókaíni með flugvél flugfélagsins Play Air til Íslands frá Barcelona í maí á þessu ári.

Í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, er konan sögð hafa fest pakkningarnar með samtals um 1,2 kílóum af kókaíni við lærin á sér. Pakkningarnar fundust við eftirlit í Leifsstöð. Konan var síðar úrskurðuð í gæsluvarðhald og dvelur hún nú í fangelsinu á Hólmsheiði.

Í ákærunni kemur jafnframt fram að kókaínið var mjög sterkt, eða um 92-94% hreint.

Málið var þingfest í lok síðustu viku í Héraðsdómi Reykjaness. Saksóknarar krefjast þess að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Konan neitaði sök við þingfestingu málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð