fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Vopnasendingar til Úkraínu frá Vesturlöndum geta komið í bakið á þeim sjálfum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 08:00

Úkraínskur hermaður með vestrænt vopn. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vesturlönd hafa sent Úkraínumönnum gríðarlegt magn af vopnum. Allt frá skammbyssum og rifflum til flugskeyta. En þessar vopnasendingar geta komið í bakið á Vesturlöndum síðar.

Úkraínumenn nota vopnin í stríðinu gegn Rússum en margir hafa áhyggjur af því að þessar vopnasendingar getið komið í bakið á Vesturlöndum og öðrum síðar. Ástæðan er að þegar stríðinu lýkur verður allt fljótandi í vopnum í Úkraínu og mörg þeirra munu enda á svartamarkaðnum og þar með í höndum glæpamanna og hryðjuverkamanna.

„Það verður næstum útilokað að koma í veg fyrir vopnasmygl. Við sluppum ekki við það eftir borgarastyrjöldina í fyrrum Júgóslavíu og við munum ekki sleppa við það í Úkraínu,“ sagði Jana Cernochova, varnarmálaráðherra Tékklands, nýlega. Jótlandspósturinn skýrir frá þessu.

Enginn hefur yfirsýn yfir hvaða vopn og hvaða magn hefur verið sent til Úkraínu en vitað er að mikið hefur verið sent af þróuðum og öflugum vopnum sem úkraínski herinn hefur mikla þörf fyrir. Auk þess hefur mikið af skammbyssum, rifflum, skotfærum og handsprengjum verið sent til landsins auk vopna sem er hægt að beita gegn skriðdrekum.

Sérfræðingar og embættismenn hjá ESB og bandarískir embættismenn telja mikla hættu á að eitthvað af þessum vopnum endi í röngum höndum.

Jürgen Stock, yfirmaður Alþjóðalögreglunnar Interpol, var einn sá fyrsti til að benda á þetta. Á fréttamannafundi í júní sagði hann að þegar stríðinu lýkur í Úkraínu muni ólögleg vopn byrja að streyma út úr landinu. Það sé þekkt frá fyrri stríðsátökum og nú þegar séu glæpamenn farnir að beina sjónum sínum að vopnunum í Úkraínu. „Við megum eiga von á straumi vopna til Evrópu og áfram til annarra heimsálfa,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“