fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Húsfélagsformaður óttast um milljónir eftir pöntun hjá Gluggasmiðjunni – Sölumanni sagt að mæta ekki í vinnuna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 30. júní 2022 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir DV um viðskiptahætti Gluggasmiðjunnar hafa vakið mikla athygli. Fyrirtækið er sakað um fjársvik sem felast í því að taka við pöntunum og háu staðfestingargjaldi en skila aldrei af sér pöntuðum vörum né endurgreiða staðfestingargjaldið. Samkvæmt heimildum DV vofir gjaldþrot yfir fyrirtækinu.

Margir hafa komið að máli við DV eftir lestur fréttanna. Sumir hafa sömu sögu að segja og viðmælendur í fréttunum, þ.e. að Gluggasmiðjan hafi ekki staðið við gerða samninga. Aðrir segjast hafa hætt við fyrirhugaðar vörupantanir eftir lestur fréttanna.

Sjá einnig: Svik Gluggasmiðjunnar: Hurðalaus sumarbústaður og gluggalaus hús – „Þeir mega ekki svíkja fleiri“

Húsfélagsformaður í Móabarði, sem hafði samband við DV í morgun, hefur hins vegar miklar áhyggjur af stöðu mála. Hann lagði inn pöntun hjá Gluggasmiðjunni í apríl vegna endurnýjunar á gluggum í húsinu og greiddi tæpar 3,2 milljónir króna í staðfestingargjald. Gluggarnir eiga að koma í ágúst en ekkert bendir til þess að þeir verði nokkurn tíma framleiddir. Hann tjáði DV að sölumanni hjá fyrirtækinu sem hann var í sambandi við hefði verið sagt að hann ætti ekki að mæta til vinnu í dag. Óvissa er um laun starfsmanna fyrirtækisins en starfsemi virðist hætt. Þó hefur verið tekið við pöntunum undanfarnar vikur en öllum pöntunum fylgja verulegar fjárhæðir í staðfestingargjald.

DV hefur hvorki tekist að ná í framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Krysztof Hilla, né sölustjórann, Hafstein Hilmarsson. Er það sama upplifun og viðskiptavinir fyrirtækisins í vanda hafa greint DV frá. Betur gengur að ná í sölumenn fyrirtækisins en þeir vísa á yfirmennina varðandi krefjandi fyrirspurnir.

Einn verktaki sem hafði samband við DV í dag greindi hins vegar frá því að honum hafi tekist að ná fundi með þeim Krysztof, Hafsteini og sölumanni í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Umræddur verktaki lagði inn pöntun fyrir glugga í september en hefur ekki fengið afhent. Hann greiddi 200 þúsund krónur í staðfestingargjald. Á fundinum var manninum boðið að taka út skuldina í vörum en síðan leist þeim Gluggasmiðjumönnum ekkert á vöruúttektirnar sem maðurinn hafði hug á. Lauk fundinum með því að Krysztof greiddi honum upp skuldina og afhenti honum kvittun fyrir henni.

Kona ein hafði samband við DV í dag og greindi frá því að hún hefði greitt 500 þúsund krónur inn á gluggapöntun í september. Gluggana hefur hún ekki fengið og ekki fengið endurgreitt. Umræða er hafin á meðal svikinna viðskiptavina Gluggasmiðjunnar um að sameinast í hópmálsókn gegn fyrirtækinu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Í gær

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Í gær

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð
Fréttir
Í gær

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík