fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Páll Óskar: „Þetta hefði auðveldlega getað verið ég. Ég gæti verið dáinn núna.“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 25. júní 2022 13:36

Páll Óskar. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gleðigöngunni í Osló, sem átti að fara fram í dag, hefur verið frestað vegna skotárásar sem framin var í nótt á skemmtistaðnum London Pub en um er að ræða skemmtistað hinsegin fólks. Tveir eru látnir og fjórtán særðir eftir árásina. Lögreglan fékk fjölmargar tilkynningar um árásina klukkan 01:14 í nótt, var mætt á vettvang skömmu síðar og handtók hinn grunaða þremur mínútum eftir það.

Sá grunaði hefur verið ákærður fyrir bæði morð og hryðjuverk vegna þessa en um er að ræða norskan ríkisborgara sem er upprunalega ættaður frá Íran. Hann er svokallaður góðkunningi lögreglunnar en hafði fram að þessu einungis verið dæmdur fyrir smáglæpi.

„Ég gæti verið dáinn“

Páll Óskar Hjálmtýsson, einn ástsælasti tónlistarmaður Íslands, tjáði sig um voðaverkið á Facebook-síðu sinni í dag en málið stendur honum nærri þar sem hann hefur sjálfur troðið upp bæði á Gleðigöngunni í Osló og á skemmtistaðnum þar sem skotárásin var framin. „Ég hef tvisvar troðið upp á Oslo Pride og London Pub. Þetta stendur mér svo nærri, að fyrir mér gæti þessi frétt alveg eins verið um Spotlight eða Kiki. Þetta hefði auðveldlega getað verið ég. Ég gæti verið dáinn núna. Let that sink in,“ segir hann í færslunni.

Eins og áður segir hefur Gleðigöngunni verið frestað í kjölfar árásarinnar, Páll Óskar segist skilja það en hann myndi þú ekki fresta göngunni ef hann fengi að ráða. „Ég skil mæta vel að norsku Gleðigöngunni sé frestað á meðan verið er að athuga hvort þessi hryðjuverkamaður hafi verið í vitorði með fleirum. En þar sem það er engu líkara en að hér sé ein brotin sál að verki, þá myndi ég persónulega alls ekki fresta göngunni,“ segir hann.

„Nú er einmitt rík ástæða til að fara í tilfinningaþrungna og kraftmikla göngu. Ég vona að þau fresti um viku, í mesta lagi, og kýli svo á það.“

Æfilöng vakt gegn hatri og fáfræði

Skotárásin í Osló er ekki það eina slæma sem gerst hefur þessa dagana en í gær var réttur kvenna til þungunarrofs í Bandaríkjunum skertur. Páll Óskar ræðir einnig um það í færslunni og segir að baráttunni milli haturs og kærleika ljúki aldrei. „Það eina sem maður lærir af þessum ógeðslegu fréttum vikunnar, hinsegin fólk drepið í Noregi – og skertur réttur kvenna til þungunarrofs í Bandaríkunum – er að þessi barátta milli haturs og kærleika verður ALDREI BÚIN. ALDREI BÚIN. ALDREI,“ segir hann.

„Maður þarf alltaf að vera á fokking æfilangri vakt gegn hatri og fáfræði. Ég veit að það getur verið lýjandi barátta, en ég hef ekkert val.
Ef ég þarf að syngja „ÚT MEÐ HATRIÐ – INN MEÐ ÁSTINA“ þar til ég verð 83 ára gömul drottning í Gleðigöngunni árið 2053, þá réttu mér míkrafón.“

Að lokum biður hann fólk vinsamlegast um að rugla ekki saman brotnum sálum, öfgahægra fólki, fasistum og „trúarnötturum“ við alla innflytjendur og flóttamenn sem hafa annan trúarlegan og menningarlegan bakgrunn. Ástæðuna fyrir þessum skilaboðum má án efa rekja til þess að sá sem er grunaður um árásina er upprunalega ættaður frá Íran.

„Það er einfaldlega rangt og galið og mun bara kynda undir frekari spennu og átök. Brotið fólk finnst meðal okkar allra. Spurðu þig frekar hvernig þú getur sýnt brotnu fólki kærleika í verki.“

Lesa meira: Hryðjuverkaárás á hinsegin skemmtistað í Osló – „Við stöndum öll með ykkur“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar