fbpx
Fimmtudagur 18.ágúst 2022
Fréttir

Erna segir hækkandi matvælaverð ekki bændum að kenna – „Landbúnaðarvörur hér hækkað minna en erlendis“

Rafn Ágúst Ragnarsson
Fimmtudaginn 23. júní 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Bjarnadóttir, verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni, skrifaði pistil á Vísi í dag þar sem hún gagnrýndi það að íslenskur landbúnaður sé gerður að blóraböggli hækkana í matvælaverði. Til stuðnings máls síns bar hún saman matvælaverðshækkanir á Íslandi og í Danmörku.

„Vaxtahækkun Seðlabankans þann 22. júní er harkaleg áminning um að verðbólgudraugurinn ríður nú húsum í hagkerfinu. Þessi verðbólga er þó fjarri því að vera séríslenskt vandamál. Öll vesturlönd glíma nú við svipaðan verðbólguvanda. Hér á landi er hins vegar það sérvandamál að hækkanir á húsnæðisverði eiga ríkan þátt í verðbólgunni þótt verð á öðrum vörum og þjónustu sé einnig á uppleið,“ sagði Erna.

Hún tók fjölmiðla sérstaklega fyrir. „Í verðbólgunni verður fjölmiðlum iðulega starsýnt á hækkanir á matvælaverði, enda finna allar fjölskyldur landsins fyrir þeim. Sumir fjölmiðlar reyna stundum að gera íslenskan landbúnað að sérstökum blóraböggli í þessu efni. Sannleikurinn er hins vegar sá að í þeirri verðbólgugusu sem nú stendur yfir hafa landbúnaðarvörur á Íslandi hækkað minna en erlendis,“ bætti hún við.

Samanburður sýni hver raunin er

Með því að bera saman gögn frá hagstofum beggja landa kom í ljós að matvælaverðshækkanir í Danmörku séu töluvert meiri þó að þróun vísitölu neysluverðs sé svipuð milli landanna tveggja.

„Einfaldast er að bera saman þróunina í Danmörku og á Íslandi þar sem upplýsingar frá hagstofum beggja landa eru settar fram með nokkuð sambærilegum hætti. Í meðfylgjandi töflu má lesa um þær hækkanir sem orðið hafa sl. 12 mánuði á vísitölu neysluverðs (VN) og undirvísitölum nokkurra matvæla. Almenn verðbólguþróun á Íslandi síðastliðna 12 mánuði hefur verið hefur verið mjög svipuð og í Danmörku. Hér á Íslandi hækkaði VN um 7,6% frá maí 2021 til maí 2022 en um 7,4% í Danmörku,“ skrifaði Erna.

„Þegar litið er á breytingar á matvöruverði blasir hins vegar önnur mynd við. Matur og drykkjarvörur hækkuðu um 10,1% í Danmörku en 6,2% á Íslandi. Kjöt hækkaði um 12% í Danmörku en 8,5% á Íslandi, mjólk um 18,3% í Danmörku en 11,9% á Íslandi og ostar um 16,7% í Danmörku en 8,1% á Íslandi. Svipuð hækkun var hins vegar á verði eggja í báðum löndunum.“

Væru landbúnaðarafurðir fluttar inn væru verðhækkanirnar mun meiri

Erna lýkur pistlinum á því að segja að benda á að án innlendrar framleiðslu væru verðhækkanirnar hugsanlega enn meiri:

„Þessi litla greining dregur glöggt fram að verðþróunin á Íslandi er fjarri því að vera einsdæmi og hér á landi hefur raunar gengið betur, a.m.k. enn sem komið er að halda aftur af verðhækkunum á landbúnaðarvörum. Samanburðurinn við hið mikla landbúnaðarland, Danmörku, gefur til kynna að væru helstu landbúnaðarafurðir fluttar inn en ekki að mestu leyti framleiddar hér á landi hefðu verðhækkanirnar hugsanlega verið mun meiri.“

Sjá nánar á visir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tekjudagar DV: Árni Oddur með langhæstu laun forstjóra skráðu fyrirtækjanna – 30 milljónum hærri laun en sá næsti

Tekjudagar DV: Árni Oddur með langhæstu laun forstjóra skráðu fyrirtækjanna – 30 milljónum hærri laun en sá næsti
Fréttir
Í gær

Vínflöskur á Íslandi innkallaðar vegna áttfætlu

Vínflöskur á Íslandi innkallaðar vegna áttfætlu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sprengingar í skotfærageymslum á Krímskaga í morgun – Myndband

Sprengingar í skotfærageymslum á Krímskaga í morgun – Myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndin sem kom upp um hrotta Pútíns – Úkraínumenn létu sprengjum rigna yfir þá og felldu um 100 málaliða

Myndin sem kom upp um hrotta Pútíns – Úkraínumenn létu sprengjum rigna yfir þá og felldu um 100 málaliða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðivakt hjá slökkviliðinu í nótt – Stúlka fæddist á miðjum Hafnarfjarðarvegi

Gleðivakt hjá slökkviliðinu í nótt – Stúlka fæddist á miðjum Hafnarfjarðarvegi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rússar stela úkraínska Internetinu

Rússar stela úkraínska Internetinu