fbpx
Föstudagur 16.janúar 2026
Fréttir

Bar kennsl á nauðgarann á samfélagsmiðlum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. júní 2022 04:49

Mikhail Romanov. Mynd:Facebook/Iryna Venediktova

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar úkraínsk kona sá myndina á samfélagsmiðlum var hún ekki í neinum vafa. Þessi rússneski hermaður var hermaðurinn sem hafði nauðgað henni. Þetta hefur skapað grundvöll fyrir tímamótamálsferð en þó er ein stór áskorun sem blasir við yfirvöldum.

Iryna Venediktova, ríkissaksóknari Úkraínu, segir að snemma í mars hafi hermenn úr rússneskri skriðdrekadeild ruðst inn í hús í bænum Brovary sem er ekki langt frá Kyiv. Þeir skutu karlmann, sem bjó í húsinu, til bana. „Strax eftir morðið nauðgaði ölvaður hermaður, ásamt öðrum til, eiginkonu mannsins margoft,“ skrifar Venediktova á Facebook.

Hún segir að fórnarlambið, sem er 33 ára, hafi borið kennsl á annan ofbeldismanninn en það er Mikhail Romanov. Þetta hefur opnað fyrir möguleikann á fyrstu réttarhöldunum vegna nauðgana rússneskra hermanna í Úkraínu frá því að Rússar réðust inn í landið í febrúar. Business Insider skýrir frá þessu.

En eins og áður sagði þá standa úkraínsk yfirvöld frammi fyrir einni stórri áskorun í málinu en hún er að Mikhail Romanov er ekki í haldi þeirra.

Venediktova sagði í samtali við The Guardian að ekki sé vitað hvort hann berjist enn í Úkraínu, sé farinn heim til Rússlands eða hafi fallið í átökunum.

En engu að síður hefur ákæra verið gefin út á hendur honum og réttarhöldin munu hefjast að honum fjarstöddum.

Venediktova skorar á hvern þann sem getur að aðstoða yfirvöld við að hafa uppi á Romanov.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Sigrún er oft með loddaralíðan – „Ég er alltaf að bíða eftir að það komist upp um mig“

Sigrún er oft með loddaralíðan – „Ég er alltaf að bíða eftir að það komist upp um mig“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Barbara varpaði sprengju um nafnlaust bréf – „Hefur lagt mig í einelti og ávallt brugðist illa við framgangi mínum í starfi“

Barbara varpaði sprengju um nafnlaust bréf – „Hefur lagt mig í einelti og ávallt brugðist illa við framgangi mínum í starfi“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Guðbrandur segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa

Guðbrandur segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Elvar og Björgvin Narfi úrskurðaðir í þriggja ára atvinnurekstrarbann – Svik og prettir við rekstur veitingahússins Ítalíu

Elvar og Björgvin Narfi úrskurðaðir í þriggja ára atvinnurekstrarbann – Svik og prettir við rekstur veitingahússins Ítalíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður meðal á þriðja tug manna sem lagt hafa fram sameiginlega kæru gegn Reykjavíkurborg

Þingmaður meðal á þriðja tug manna sem lagt hafa fram sameiginlega kæru gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Danir og Grænlendingar ánægðir með fundinn mikilvæga en Bandaríkin vilja enn komast yfir Grænland – Kauptilboð sagt vera í undirbúningi

Danir og Grænlendingar ánægðir með fundinn mikilvæga en Bandaríkin vilja enn komast yfir Grænland – Kauptilboð sagt vera í undirbúningi