fbpx
Miðvikudagur 29.júní 2022
Fréttir

Wikimedia neitar að láta undan kröfum Pútíns

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. júní 2022 06:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wikimedia Foundation, sem á Wikipedia, var nýlega dæmt til að greiða sem svarar til um 12 milljóna íslenskra króna í sekt fyrir að neita að fjarlægja það sem Rússar kalla „rangar upplýsingar“ um stríðið í Úkraínu. Það var dómstóll í Moskvu sem kvað dóminn upp. En Wikimedia hefur ekki í hyggju að fara að kröfum Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, og hans fólks og fjarlægja upplýsingar um innrás Rússa í Úkraínu.

Þessar „röngu upplýsingar“ voru greinar um stríðið á rússnesku útgáfu Wikipeda. Þar eru meðal annars greinar sem heita: „Rússneska innrásin í Úkraínu“, „Stríðsglæpir í innrás Rússa í Úkraínu“ og „Fjöldamorðin í Butja“.

Wikimedia Foundation hefur áfrýjað niðurstöðu dómstólsins og segir að það sé brot á mannréttindum að fjarlægja upplýsingarnar því fólk eigi rétt á að vita staðreyndir um stríðið. Auk þess bendir Wikimedia Foundation á í áfrýjun sinni að Rússar hafi ekki lögsögu yfir Wikimedia Foundation og geti því ekki kveðið upp dóma yfir fyrirtækinu.

Wikipedia á rússnesku er meðal síðustu stóru erlendu vefsíðnanna sem enn eru opnar fyrir Rússa en stjórnvöld hafa lokað mörgum vefsíðum og stunda harða ritskoðun á öðrum til að halda staðreyndum um stríðið frá almenningi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Monica Lewinsky kallar eftir því að níðingarnir verði látnir svara til saka

Monica Lewinsky kallar eftir því að níðingarnir verði látnir svara til saka
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að ekkert stríð væri í Úkraínu ef Pútín væri kona

Segir að ekkert stríð væri í Úkraínu ef Pútín væri kona
Fréttir
Í gær

Eldur í Dalshrauni

Eldur í Dalshrauni
Fréttir
Í gær

Dularfull pest herjar á Íslendingahótel á Tenerife – Gubbað í matsalnum, í sundlaugina og við lyfturnar

Dularfull pest herjar á Íslendingahótel á Tenerife – Gubbað í matsalnum, í sundlaugina og við lyfturnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólga meðal íbúa í Kópavogi vegna ítrekaðra sprenginga – „Eins og bíll hafi keyrt á húsið“

Ólga meðal íbúa í Kópavogi vegna ítrekaðra sprenginga – „Eins og bíll hafi keyrt á húsið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar manns

Lögreglan leitar manns