fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Hin óhugnanlega áætlun Pútíns

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. júní 2022 05:47

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur í hyggju að svelta Afríkubúa og fleiri til að hrekja þá á flótta til ESB með tilheyrandi vandamálum fyrir bæði förufólkið og ESB. Þetta er mat Timothy Snyder, prófessors við Yale háskólann í Bandaríkjunum.

Sameinuðu þjóðirnar segja að vegna þess að Úkraínumenn geta ekki flutt út korn vegna stríðsins geti komið til hungursneyðar í Afríku. Rússland og Úkraína eru einir stærstu korn- og hveitiframleiðendur heims og hefur Úkraína stundum verið nefnd „matarkista“ heimsins. En nú liggja tugir milljóna tonna af korni í úkraínskum vörugeymslum og komast ekki úr landi. Rússnesk herskip loka fyrir siglingar til og frá úkraínskum höfnum við Svartahaf og Rússar hafa lagt stór landbúnaðarsvæði undir sig.

Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við því í síðustu viku að stríðið geti orsakað hungursneyð eða álíka aðstæður fyrir 49 milljónir manna, aðallega í Afríku og Asíu. Antonio Guterres, aðalritari SÞ, sagði að stríðið í Úkraínu og önnur vandamál ógni fólki um allan heim og geti orsakað bylgju, af áður óþekktri stærð, af hungri og neyð sem muni hafa mikil efnahagsleg og félagsleg áhrif.

Snyder, sem er sérfræðingur í málefnum Úkraínu og hlutverki matvæla í stríði og stórpólitík, skrifaði færslu á Twitter á laugardaginn sem hefur vakið mikla athygli og umræðu. „Í áætlun Pútíns um hungur felst einnig til að búa til flóttamenn frá Norður-Afríku og Miðausturlöndum. Svæði sem Úkraína brauðfæðir venjulega. Þetta mun valda óstöðugleika í ESB,“ skrifaði hann.

Hann segir að áætlun Pútíns sé í þremur hlutum. Sá fyrsti er að koma í veg fyrir að Úkraína geti flutt korn úr landi en það er síðan hluti af heildaráætlun hans um að eyðileggja Úkraínu sem land.

Næsti hluti er að vegna þess að Úkraína getur ekki flutt kornið úr landi muni straumur förufólks til ESB þyngjast og það valda tilheyrandi félagslegum óróleika sem raskar jafnvæginu í ESB.

Síðasti hluti áætlunarinnar er síðan hungursneyðin sem Pútín mun nota í áróðursstríði sínu. „Að lokum og það hræðilegasta, er að hungursneyð á heimsvísu er nauðsynlegt verkfæri í áróðursmaskínu Rússa gagnvart Úkraínu. Fjöldadauði er nauðsynlegur sem leiktjald fyrir áróðurskeppnina,“ skrifaði Snyder.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bendir á dauðagildru í miðbænum – Nenni ekki að vera slysið sem veldur því að eitthvað verði gert“

Bendir á dauðagildru í miðbænum – Nenni ekki að vera slysið sem veldur því að eitthvað verði gert“
Fréttir
Í gær

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breskur stjórnmálaleiðtogi dæmdur fyrir að þiggja mútur – Talaði máli rússneskra yfirvalda

Breskur stjórnmálaleiðtogi dæmdur fyrir að þiggja mútur – Talaði máli rússneskra yfirvalda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur gagnrýnir vörugjaldahækkanir á bílum – Kia Sportage hækkar um næstum 1,5 milljónir

Vilhjálmur gagnrýnir vörugjaldahækkanir á bílum – Kia Sportage hækkar um næstum 1,5 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár