fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Hópur sérfræðinga „sérhæfir“ sig í þjófnaði á úkraínskum munum og flytur til Rússlands

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. júní 2022 08:00

Úkraínskir listmunir bíða flutnings frá Lviv. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur sérfræðinga er að störfum í Úkraínu við að stela sögulegum munum og flytja til Rússlands. Þetta er mat alþjóðlegs hóps sérfræðinga og sérfræðinga á sviði stafrænna mynda en þeir fylgjast með þessum þjófnuðum og rekja slóð þjófanna og munanna.

The Guardian hefur eftir Brian Daniels, mannfræðingi sem starfar í sérfræðingahópnum, að sterk gögn séu komin fram um að Rússar geri þetta af ásettu ráði. Þeir leggi sérstaka áherslu á málverk og skrautmuni.

Allt frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa sérfræðingarnir fylgst með eyðileggingu og skemmdarverkum á sögulegum og menningarlegum stöðum. Þeir gera þetta frá rannsóknarstofu í Virginíu í Bandaríkjunum.

Sérfræðingarnir hafa séð ákveðið mynstur í þessum glæpum. Þeir segja að mikil áhersla sé lögð á að stela Scythina gulli en það eru fornir munir, víravirkismunir, sem oft eru í formi dýra. Þetta eru mjög fagrir gripir að sögn Daniels sem sagði að svo mörgum slíkum gripum hafi verið stolið að ljóst sé að um ákveðna taktík sé að ræða hjá Rússum.

Í samtali við the Observer sagði hann að erfitt sé að segja til um hvort það sé fjárhagslegt verðmæti eða menningarlegt gildi munanna sem skipti Rússa mestu. Ekki sé útilokað að þetta sé liður í því að grafa undan þjóðernisvitund Úkraínumanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Í gær

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“