fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Fréttir

Hjón í stríði við ketti á Seltjarnarnesi – Fjarlægðu kött og fluttu upp í Norðlingaholt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. júní 2022 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Köttur sem hjón á Seltjarnarnesi fjarlægðu og fluttu yfir í annan enda höfuðborgarsvæðisins fannst við barnaheimilið Rauðból við Elliðavatn. Eigandi kattarins greinir frá þessu í íbúahópi Seltirninga á Seltjarnarnesi.

Ól kattarins fannst hins vegar á Seltjarnarnesi, nálægt heimili þeirra sem sögð eru hafa fjarlægt hann, og þar var einnig kragi sem settur hafði verið á hann til að fæla frá fugla, sem og merkispjald með bjöllu.

Hjónin sem talið er að hér hafi verið að verki hafa amast mjög við lausagöngu katta á Nesinu. Hafa hjónin haft í hótunum við aðra konu sem býr í hverfinu og á kött. DV ræddi stuttlega við konuna en hún greinir frá því að hjónin hafi skipað henni að hafa köttinn sinn inni og sögðust ella myndu hringja á lögregluna. Engin lög eru hins vegar sem banna lausagöngu katta á höfuðborgarsvæðinu. Konan segir ennfremur að hjónin hafi læst köttinn hennar einu sinni inni í bílskúr þeirra.

DV reyndi árangurslaust að ná tali af konunni sem á köttinn sem fluttur var upp í Norðlingaholt, en án árangurs. Mun DV freista þess að ná tala af henni síðar og greina betur frá málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn er fundinn

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“