fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Ingþór dæmdur í tveggja ára fangelsi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 28. maí 2022 13:00

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur þyngt dóm héraðsdóms yfir Ingþóri Halldórssyni fyrir fíkniefnalagabrot og peningaþvætti. Héraðsdómur dæmdi hann í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi en Landsréttur taldi brotið það alvarlegt að ekki væri komist hjá fangelsisvist og taldi ekki koma til greina að skilorðsbinda refsinguna.

Dómurinn yfir Ingþóri var birtur á vefsíðu dómstólanna á föstudag en hefur verið tekinn út aftur, af ókunnum ástæðum. Hér er stuðst við frétt mbl.is af málinu.

Ingþór var ákærður fyr­ir stór­fellt fíkni­efna­laga­brot árið 2017, var hann sakfelldur fyrir inn­flutn­ing á rúm­um tveim­ur kíló­um af kókaíni, í félagi við annan mann. Hann var einnig ákærður fyr­ir pen­ingaþvætti með því að hafa „tekið við, nýtt, umbreytt og/​eða aflað sér ávinn­ings af refsi­verðum brot­um allt að fjár­hæð 7.480.145 krón­ur,“ eins og segir orðrétt í dómnum.

Sem fyrr segir tók Landsréttur skilorðið af dómi héraðsdóms og Ingþór þarf að sitja dóminn af sér. Hins vegar kom langur rannsóknartími málsins til refsilækkunar. Tvö og hálft ár liðu frá upphafi rannsóknar til ákæru. Ákæra kom fram í málinu í febrúar árið 2020.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var um fertugt

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var um fertugt
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“
Fréttir
Í gær

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðagemsar handteknir á hótelum

Vandræðagemsar handteknir á hótelum