fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fréttir

Datt á sundlaugarbakkanum – Meintur innbrotsþjófur handtekinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. maí 2022 05:15

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áttunda tímanum í gærkvöldi datt sundlaugargestur á sundlaugarbakkanum í Sundlaug Grafarvogs. Var viðkomandi fluttur á bráðamóttöku.

Í Laugarneshverfi datt einstaklingur utanhúss á sjöunda tímanum og var hann fluttur á bráðamóttöku.

Á fjórða tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Miðborginni. Einn var handtekinn skammt frá vettvangi en sá er grunaður í málinu. Hann var vistaður í fangageymslu.

Þrír ökumenn voru handteknir í nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í gærkvöldi og nótt. Sá er hraðast ók mældist á 125 km/klst á Vesturlandsvegi en þar er leyfður hámarkshraði 80 km/klst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir nauðgun á Norðurlandi vestra

Ákærður fyrir nauðgun á Norðurlandi vestra
Fréttir
Í gær

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi
Fréttir
Í gær

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“