fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Segir SÁÁ ekki viðurkenna alvarleg stjórnendamistök sín

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. maí 2022 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómar Már Jónsson, sem var oddviti Miðflokksins í Reykjavík í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum, gagnrýnir SÁÁ í nýjum pistli á Vísir.is. Undir greininni titlar Ómar sig  sem náinn aðstandanda og stuðningsmann um styrk og trúverðugleika SÁÁ.

Ómar rifjar upp samskipti SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) sem hafa verið í fréttum á árinu, en SÍ sakar SÁÁ um að hafa oftekið frá stofnuninni fé fyrir þjónusta sína. Gerir SÁÁ endurkröfu á SÁÁ upp á 175 milljónir króna og hefur kært samtökin til Landlæknis og héraðssaksóknara. Ómar rifjar upp málið og segir:

„Ástæðuna fyrir kærunni má rekja til þess að þegar að Covid skall á og rekstarumhverfi samtakanna breyttust ákvað stjórn SÁÁ að endurskilgreina upp á sitt einsdæmi ákvæði í samninginum sér í hag án þess að eiga samtal um það áður við Sjúkratryggingar og óska eftir endurskoðun samnings vegna breyttra forsenda.“

Ómar bendir á að í stað þess að viðurkenna mistökin hafi SÁÁ brugðist við með einkennilegum skýringum:

„Um er að ræða alvarleg stjórnendamistök og hefur verið áhugavert að fylgjast með viðbrögðum SÁÁ vegna ásakanna sem hefur verið eftirfarandi.

  • „Ari Matthíasson, starfsmaður Sjúkratrygginga hafi horn í síðu samtakanna og þess vegna hafi SÁÁ verið kærð”.
  • „Þetta er allt byggt á misskilningi hjá Sjúkratryggingum Íslands”.
  • „Stjórn SÁÁ harmar framgöngu Sjúkratrygginga Íslands gagnvart SÁÁ”.“

Ómar segir ásakanirnar grafalvarlegar og stjórn SÁÁ beri mikla ábyrgð. Byrjunin sé að viðurkenna mistökin:

„Mestu ábyrgðina á rekstri SÁÁ ber stjórn og formaður stjórnar samtakanna og við jafn alvarlegar ásakanir ber stjórn að taka fulla ábyrgð á framhaldinu. Það fyrsta er að viðurkenna alvarleg sjórnendamistök, ekki bara gagnvart Sjúkratryggingum heldur einnig gagnvart kjarnastarfsemi samtakanna, gagnvart skjólstæðingum SÁÁ. Í framhaldi ber samtökunum að leita allra leiða til að rétta af stefnuna og halda áfram því góða starfi sem samtökin eru þekkt fyrir.

Það skiptir máli fyrir okkur öll.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Í gær

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi
Fréttir
Í gær

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrina gjaldþrota hjá Jóhannesi og Helga – Háværar ásakanir um svik og pretti

Hrina gjaldþrota hjá Jóhannesi og Helga – Háværar ásakanir um svik og pretti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?