fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fréttir

Rússar sagðir skjóta allt í tætlur og sækja fram í Luhansk

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. maí 2022 08:00

Úkraínskur hermaður í Donetsk að vetri til. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Sjejverodonetsk í Luhansk í Úkraínu vita svo sannarlega af því að rússneskar hersveitir sækja að þessari iðnaðarborg. Serhij Hajdaj, héraðsstjóri í Luhansk, segir að Rússar láti flugskeytum og stórskotaliðshríð rigna yfir borgina og geri auk þess loftárásir á hana.

Í samtali við AFP sagði hann að staðan sé mjög erfið og versni með hverri klukkustundinni sem líður. „Þeir eru einfaldlega að eyða Sjeverodonetsk af yfirborði jarðar,“ sagði hann.

Eftir misheppnaða sókn sína að höfuðborginni Kyiv hörfaði rússneski herinn þaðan og hefur síðan einbeitt sér að Donbas en það er svæði sem Luhans og Donetsk mynda. Fjöldi Rússa býr í héraðinu. Það eru þeir sem Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, segist vera að bjarga frá „úkraínskum nasistum“.

Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, gefur ekki mikið fyrir þessi orð Pútíns og segir að Rússar séu að „jafna allt við jörðu í Donbas“.

Það er ekki neitt nýtt að barist sé í Donbas því aðskilnaðarsinnar, hliðhollir Rússum, hafa barist gegn úkraínskum hersveitum þar síðan 2014 og hafa notið stuðnings Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvetur ríkisstjórnina til að hætta að nota X út af barnakláminu þar – „Ekki forsvaranlegt að nota þennan miðil mínútu lengur“

Hvetur ríkisstjórnina til að hætta að nota X út af barnakláminu þar – „Ekki forsvaranlegt að nota þennan miðil mínútu lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa