fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Edda Björk hrósar lögreglumönnunum sem handtóku hana – Verður ekki framseld til Noregs

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. maí 2022 13:19

Edda Björk Arnardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla þjóðarathygli í marsmánuði þegar Edda Björk Arnardóttir nam þrjá syni sína á brott frá Noregi í einkaflugvél. Undanfarin ár höfðu drengirnir búið ytra hjá föður sínum sem hafði yfir þeim fulla forsjá eftir langa og stranga baráttu þar sem Edda Björk var dæmd í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Noregi fyrir að hafa haldið drengjunum hérlendis þrátt fyrir að forræðið væri í höndum barnsföður hennar.

Ljóst var því að framundan væri mikil barátta varðandi forsjá drengjanna sem enn dvelja hérlendis hjá móður sinni og hafa hafið skólagöngu hér.

Edda Björk greinir frá því á  Facebook-síðunni að síðastliðinn föstudag hafi hún verið handtekinn af tveimur íslenskum lögregluþjónum að beiðni lögreglunnar. Það sem lá að baki handtökunni var framsalsbeiðni á hendur Eddu Björk þar sem þess var krafist að hún myndi fullnusta þeim sex mánuðum af áðurnefndum fangelsisdóm sem hún hlaut ytra. Þá var þess krafist að hún yrði sett í farbann hérlendis þar til að þessu yrði.

„Ég fór í skýrslutöku og svo fyrir dómara þar sem ég svaraði hvort ég samþykkti afhendingu og einnig spurningu um farbann. Ég merkilegt nokk hafnaði báðum kröfum,“ skrifar Edda Björk í færslunni.

Hún greinir svo frá því að héraðsdómari hafi hafnað farbannskröfunni strax á föstudeginum. Saksóknari hafi kært þann úrskurð en ákveðið svo að draga þá ákvörðun tilbaka. Í dag hafi Edda Björk svo fengið tilkynningu um að Ríkissaksóknari hafi hafnað beiðni norskra yfirvalda um framsal hennar til Noregs.

Edda Björk hrósar svo lögreglumönnunum fyrir sín störf. „Ég vil taka fram að lögreglumennirnir sem handtóku mig voru í alla staði frábærir, gerðu þetta eins vel og þægilega og mögulegt er í svona stöðu. Eiga bara hrós skilið fyrir alla framgöngu.“

Hún segir ennfremur meðvituð um að slagurinn sé hvergi nærri búinn en hún kvíði engu enda telur hún að hún sé með frábæra lögmenn sér við hlið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar