fbpx
Fimmtudagur 07.júlí 2022
Fréttir

Móðir segir að sonur sé „kinnfiskasoginn og horaður eftir umgengni við föður, því þar fór hann svangur að sofa“ – Þriðja kvörtunin af tíu í heild sinni

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 23. maí 2022 11:10

Samsett mynd. Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein af tíu mæðrum sem hefur sent kvörtun til embættis Landlæknis vegna vinnubragða matsmanns í forsjármáli segir í kvörtuninni segir að alvarlegasta vanræksla matsmanns sé sú að sonur hennar „fær ekki að njóta vafans eftir að tjá henni í trausti að faðir hans hafi brotið á honum. Atvik sem var svo mikið áfall fyrir barnið, að síðan hefur hann verið að öllu ófær um að treysta föður, tjá honum líðan, þarfir og/eða tilfinningar sínar heiðarlega. Þetta gerir föður hans ófæran um að sinna barninu sínu og að tryggja honum tilfinningalegt og oft á tíðum líkamlegt öryggi. Barn fangað af ótta við foreldri getur ekki á eðlilega máta tjáð þarfir sínar og var það meðal annars ástæðan fyrir því að hann var jafnan kinnfiskasoginn og horaður eftir umgengni við föður, því þar fór hann svangur að sofa.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Líf án ofbeldis sem sagt var frá fyrir helgi en þar kom fram að alls tíu mæður hafa sent kvörtun til embættis Landlæknis vegna „ófaglegra vinnubragða og hlutdrægni sálfræðinga sem taka að sér hlutverk dómkvaddra matsmanna og sérfróðra meðdómsmanna í forsjármálum.“ Umræddir sálfræðingar eru þrír, þau Guðrún Oddsdóttir, Ragna Ólafsdóttir og Gunnar Hrafn Birgisson.

Sjá einnig: Tíu mæður lýsa „ófaglegum vinnubrögðum og hlutdrægni“ þessara matsmanna í forsjármálum og leita til Landlæknis

Afrit af þessum tíu kvörtunum fylgdu tilkynningunni frá Líf á ofbeldis sem eru baráttusamtöku mæðra og uppkominna barna sem krefjast þess að börn séu vernduð gegn ofbeldi í umgengnis- og forsjármálum.

Sjá einnig: „Hló að móður þegar hún lýsti frásögn sinni af mjög alvarlegu ofbeldi“ – Ein af kvörtununum tíu í heild sinni

Kvörtunin sem greint er frá hér að ofan er vegna starfa Guðrúnar Oddsdóttur sem matsmanns í forsjármáli og var send til embættis landlæknis þann 24. apríl.

Í henni segir einnig að drengurinn „gréti sig því í svefn á hverri nóttu hjá föður sínum, án þess að nokkur vissi. Í skjóli nætur. Þessi samskiptabrestur milli feðganna birtist ítrekað, en þeir segja endurtekið sitt hvora söguna, bæði í Héraðsdómi og Landsrétti. Á báðum dómstigum var stuðst af miklum þunga við matsgerð Guðrúnar Oddsdóttur matsmanns sem neitaði að trúa frásögn barnsins af ofbeldi, en ekki var stuðst við greinargerð í forsjármálinu frá öðrum sálfræðingi sem taldi frásögn barnsins trúverðuga og drengurinn hitti reglulega í marga mánuði. Ég læt þessa skýrslu sálfræðings fylgja þessari kvörtun en hennar skoðun á líðan og aðstæðum barnsins liggur þvert á niðurstöðu Guðrúnar.“

Móðir segir ennfremur í kvörtuninni að með matsgerði sinni „og því að hunsa rödd barnsins hafi matsmaður svipt barnið rétti sínum til öryggis og til að hafa skoðun á eigin málefnum“ og vísar móðir í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

„Í dag hef ég neyðst til þess að flýja land vegna áralangra ofsókna föður með hjálp kerfisins, en hann hefur nú stefnt mér fyrir að taka barnið með mér erlendis. Réttur barns er að fá að vera öruggt frá ofbeldi, og að fá að velja hjá hvoru foreldrinu það vill búa. Barnsfaðir minn stefnir mér núna fyrir það að svipta hann þeim rétti sem honum var veittur með matsgerð Guðrúnar Oddsdóttur,“ segir móðir í kvörtuninni til embættis landlæknis.

Sjá einnig: Segir móður hafa „mistúlkað orð dóttur minnar sem voru meðal annars að hana klæjaði í píkunni því „pabbi skegg kitlar““ – Önnur af kvörtununum tíu í heild sinni

DV hefur óskað eftir viðbrögðum frá öllum þremur matsmönnunum – Guðrúnu, Rögnu og Gunnars Hrafns – vegna umræddra kvartana en engin svör hafa borist.

 

Afrit af kvörtuninni í heild sinni er aðgengilegt hér:

Efni kvörtunar snýr að matsgerð sem unnin var af Guðrúnu Oddsdóttur sálfræðingi í tengslum við forsjármál mitt við barnsföður minn. Í þessu stóra og viðkvæma hlutverki sínu sem dómkvaddur matsmaður, bregst Guðrún Oddsdóttir að öllu leyti. Hún hagar málinu ekki samkvæmt því sem barninu er fyrir bestu. Hún leyfir yfirgnæfandi sterkari tengslum við móður ekki að vega til ákvörðunar sinnar, hún tryggir ekki vilja barnsins né tryggir að barnið sé tilfinningalega eða líkamlega öruggt. Hún brást alfarið.

Barnsfaðir minn hefur ítrekað reynt að þvinga barnið sitt í umgengni við sig gegn vilja þess, svo árum skiptir. Þessi leikur hófst hjá sýslumanni tveimur árum eftir skilnað okkar með beiðni um aukna umgengni hans við barnið. Þetta var árið 2016, þar sem viðtal við barnið leiðir til lykta að hann tjáir ótta við föður sinn og skýra andstöðu við að fara til föður síns. Hann segir þar fyrst frá að faðir hans hafi kýlt hann í höfuðið, þá aðeins fjögurra ára gamall.

Vanræksla matsmanns er fyrst og fremst algjör skortur á sálfræðilegri fagmennsku og innsýn þegar það kemur að vinnslu upplýsinga og viðtala í tengslum við málið. Framburður föður barnsins byggist mikið á skáldskap en lygarnar eru slíkar að hann spinnur út frá atvikum um meinta vanrækslu mína, þar sem hann nánast býr til nýjan veruleika til að varpa fram hlið af sjálfum sér sem hann telur að framkalli sigur í málinu. Hann spilar sig sem sorgmæddan umhyggjusaman föður sem vill bjarga barninu sínu frá vondu móðurinni. Slík gaslýsing er ekki óalgeng hjá einstaklingum með siðblindu en matsmaður virðist ekki greina ósamræmið í lýsingum mannsins á sjálfum sér og hegðun hans eins og kemur fram í gögnum máls, með þeim persónuleika prófum sem hún er að notast við. Matsmaður notar persónuleikaprófið MMPI- II við matsvinnu sem ég geri athugasemdir við þar sem ég hef lesið gagnrýni á notkun þessa prófs (sjá viðhengi 2, 3 og 4). 

Alvarlegasta vanræksla matsmanns er þó sú að sonur minn fær ekki að njóta vafans eftir að tjá henni í trausti að faðir hans hafi brotið á honum. Atvik sem var svo mikið áfall fyrir barnið, að síðan hefur hann verið að öllu ófær um að treysta föður, tjá honum líðan, þarfir og/eða tilfinningar sínar heiðarlega. Þetta gerir föður hans ófæran um að sinna barninu sínu og að tryggja honum tilfinningalegt og oft á tíðum líkamlegt öryggi. Barn fangað af ótta við foreldri getur ekki á eðlilega máta tjáð þarfir sínar og var það meðal annars ástæðan fyrir því að hann var jafnan kinnfiskasoginn og horaður eftir umgengni við föður, því þar fór hann svangur að sofa (sjá bls x í matsgerð). Barnið hefur lýst því hvernig hann óttaðist að segja frá því að hann væri hræddur og með heimþrá. Hann gréti sig því í svefn á hverri nóttu hjá föður sínum, án þess að nokkur vissi. Í skjóli nætur. Þessi samskiptabrestur milli feðganna birtist ítrekað, en þeir segja endurtekið sitt hvora söguna, bæði í Héraðsdómi og Landsrétti. Á báðum dómstigum var stuðst af miklum þunga við matsgerð Guðrúnar Oddsdóttur matsmanns sem neitaði að trúa frásögn barnsins af ofbeldi, en ekki var stuðst við greinargerð í forsjármálinu frá öðrum sálfræðingi sem taldi frásögn barnsins trúverðuga og drengurinn hitti reglulega í marga mánuði. Ég læt þessa skýrslu sálfræðings fylgja þessari kvörtun en hennar skoðun á líðan og aðstæðum barnsins liggur þvert á niðurstöðu Guðrúnar.

Ég tel að aðkomu matsmanns að forsjármálinu megi hafa til marks um litla sem enga innsýn í heimilisofbeldi. Matsmaður lítur algjörlega framhjá því að framburður bæði minn og föður bendir til þess að faðir hafi hvatt mig til að hætta að vinna og vera heimavinnandi og að hann hafi stjórnað fjármálum heimilisins og þar með beitt fjárhagslegu ofbeldi. Einnig kemur fram í prófniðurstöðum í mati hennar, um föður að hann á sögu um andfélagslega hegðun sem passar við lýsingar mínar á ofbeldi og ógnarstjórnun hans, en matsmaður tekur ekki þessar niðurstöður til greina. 

Ég lít þannig á að með matsgerð sinni og því að hunsa rödd barnsins hafi matsmaður svipt barnið rétti sínum til öryggis og til að hafa skoðun á eigin málefnum. “Ein af grundvallarreglum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem lögfestur var á Íslandi með lögum nr. 19/2013, er sú fortakslausa regla að það sem er barni fyrir bestu skuli hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni barna. Ákvæði 19. gr. barnasáttmálans tryggir börnum víðtæka vernd gegn ofbeldi og leggur þá skyldu á aðildarríki að gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja að börn verði ekki fyrir illri meðferð”. Í dag hef ég neyðst til þess að flýja land vegna áralangra ofsókna föður með hjálp kerfisins, en hann hefur nú stefnt mér fyrir að taka barnið með mér erlendis. Réttur barns er að fá að vera öruggt frá ofbeldi, og að fá að velja hjá hvoru foreldrinu það vill búa. Barnsfaðir minn stefnir mér núna fyrir það að svipta hann þeim rétti sem honum var veittur með matsgerð Guðrúnar Oddsdóttur. Með því svipti hún barnið rétti sínum, þegar hann bað ítrekað um, og er enn að biðja um að fá að búa hjá móður sinni og um vernd frá ofbeldi og viðvarandi ótta. Þessi vanræksla matsmanns, hefur gífurleg áhrif á lífsgæði barnsins enn þann daginn í dag og þetta hefur verið uppspretta áralangra sorga fyrir hann, enda hvað á barn að halda þegar „sérfræðingur“ neitar að trúa honum þegar hann einlæglega treystir honum fyrir sárasta augnabliki lífs hans. Augnablikinu þegar himinn og jörð féllu saman og hans eigin faðir, snerist gegn honum og kýldi hann í höfuðið.

Matsmaður gerir enga athugasemd við að sjónvarpsviðtal við föður um málefni barnsins, hafi augljóslega haft neikvæð áhrif á félagslíf barnsins, miðað við framburð kennara í skóla (sjá bls. x í matsgerð).

Matsmaður gerir engar athugasemdir um alkóhólisma föður og óhóflega drykkju sem hefur varað frá unglingsaldri, en faðir viðurkennir að hafa verið virkur í sinni drykkju um það leyti þegar barnið tjáir að umrætt ofbeldi hafi átt sér stað. Matsmaður neitar að taka það til íhugunar að það gæti haft neikvæð áhrif á forsjárhæfni föður að hann sé virkur alkahólisti (sjá bls x í matsgerð).

Dómskvaddur matsmaður er valinn inní forsjármál til að tryggja velferð barna fyrst og fremst eins og kemur fram í 2. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003:

„Dómari kveður á um hvernig forsjá barns eða lögheimili verði háttað eftir því sem barni er fyrir bestu. Dómari lítur m.a. til hæfis foreldra, stöðugleika í lífi barns, tengsla barns við báða foreldra, skyldu þeirra til að tryggja rétt barnsins til umgengni, hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins hafi orðið eða verði fyrir ofbeldi og vilja barns að teknu tilliti til aldurs og þroska.“

Matsmanni var kunnugt um vinatengsl kennara við föður og sambýliskonu hans en setur framburð kennarans fram í matsgerð eins og um væri að ræða hlutlaust vitni.

„Áhyggjur voru í skóla [barns] skólaárið 2018-2019 vegna líðan hans og slæmrar mætingar. Aðbúnaður hans var sagður ágætur en stundum vantaði hann íþrótta- eða sundföt, eða ellegar nesti. Deilur foreldra voru sagðar hafa áhrif á líðan drengsins og ólíkar uppeldisaðferðir valdi honum togstreitu og óöryggi“ – matsgerð bls. x.

Faðir og kona hans bjuggu á árunum 2018-2019  í sömu götu og kennarinn sem iðkaði að setja hjartafærslur við facebook færslur þeirra hjóna þegar þau tjáðu sig um málefni mín og sonar míns á samfélagsmiðlum. Guðrún minntist ekki á það í matsgerðinni að hún sé upplýst um þessi tengsl, en notar vitnisburð þessa kennara í matsgerðinni eins og hún sé hlutlaust vitni. Fyrir utan þessi vinatengsl kennara við föður, er það ekki hlutverk kennara að leggja huglægt mat á ástæður þess að barnið tjáði ítrekað andstöðu sína við umgengni við föður. Á sama tíma vanrækir matsmaður og faðir að líta til þess að barnið þjáist af athyglisbresti og greiningarferlis vegna þess, sem móðir hafði þá sett af stað í skólanum til að tryggja að barnið fengi viðeigandi aðstoð. Í samvinnu við sálfræðing skólans var ákveðið að ekkert yrði gert í formi inngrips heldur yrði reynt að aðstoða barnið frekar með auka athygli og að minnka hópinn sem hann inni með. Eins var ekki talið ástæða fyrir því að hann tæki lyf en að kennarar myndu hjálpa drengnum að muna að taka með sér sundfötin og íþróttaföt á milli húsa en athyglisbresturinn birtist þannig gjarnan að hann gleymdi sund- og íþróttatöskum. Varðandi nestisskort sem er ekki rétt frá sagt, að þá borðaði barnið gjarnan ekki því hann var magaveikur eins og áður hefur komið fram.  Matsmaður hafði nákvæmar upplýsingar um áhrif athyglisbrests á hegðun barnsins, aðstæður hans og líðan en hún velur að taka föður trúanlegan, og neitar að trúa frásögn minni og barnsins þó það komi fram í persónuleikaprófi að faðir eigi það til að fegra frásagnir af sjálfum sér.

„[Faðir] tilkynnti til barnaverndar þann 20. janúar um andlegt ofbeldi og vanrækslu af hálfu móður, daginn eftir barst önnur tilfinning þegar [móðir] fór með drenginn til lögreglu og tilkynnti um ofbeldi föður gagnvart barninu í júní árið 2016. [Barnið] skýrði frá því að faðir hans hafi meðal annars slegið hann í höfuðið. Málið var fellt niður í júní. Í maí bárust tvær nafnlausar tilkynningar til barnaverndar varðandi fjarveru [barns] úr skóla, vanrækslu varðandi andlega heilsu móður og að hún ætli með barnið úr landi og hin frá fyrrum barnsmóður [föður] sem lýsti áhyggjum af því að barninu væri meinaður aðgangur að föður og logið um rök fyrir því. Töluverð vinnsla var í máli [barnsins] hjá barnavernd og gerð áætlun til fjögurra mánaða.“

Matsmaður reifar aðkomu barnaverndar en greinir ekki rétt frá staðreyndum um fyrningu kærðs brots föður gegn barninu og tilefni barnaverndarmáls. Hér lætur matsmaður að því liggja að lögreglumálið hafi verið fellt niður í júní en segir ekki frá því að skýrar reglur ríkja um fyrningu á ofbeldismálum, en málið hafði fyrnst því ofbeldið hafði átt sér stað meira en tveimur árum áður. Þetta kemur fram í gögnum frá lögreglu og auðvelt að staðfesta þetta. Einnig lætur matsmaður hjá líða að greina frá ástæðum þess að máli hjá barnavernd var haldið opnu í fjóra mánuði, en tilgangur þessa opna máls var að tryggja barninu friðhelgi til að stunda skóla og tómstundir án afskipta föður þar sem hann hafði átt það til að birtast óboðinn á skólatíma, utan síns umgengnistíma og að reyna að tala barnið til. Þessi hegðun föður olli barninu miklum kvíða. Ég læt fylgja málsgögn frá barnavernd varðandi þessa áætlun.   

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brjálaður út í spilakassa í miðborginni og hótaði starfsfólki

Brjálaður út í spilakassa í miðborginni og hótaði starfsfólki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breskir stríðsfangar í Úkraínu áfrýja dauðadómi – Verða að óbreyttu leiddir fyrir aftökusveit

Breskir stríðsfangar í Úkraínu áfrýja dauðadómi – Verða að óbreyttu leiddir fyrir aftökusveit
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Héðinn og Sveinn segja mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“

Héðinn og Sveinn segja mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn um ósæmilega hegðun foreldra á knattspyrnumótum: „Þetta er toppurinn á ísjakanum“

Þorsteinn um ósæmilega hegðun foreldra á knattspyrnumótum: „Þetta er toppurinn á ísjakanum“