fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Fyrrum yfirskipstjóri Herjólfs dæmdur í 30 daga fangelsi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. maí 2022 12:03

mynd/Herjolfur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum yfirskipstjóri Herjólfs var í síðustu viku dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands. Var honum gefið að sök að hafa siglt farþegaskipinu sautján sinnum frá Vestmanneyjum og til Landeyjarhafnar eða Þorlákshafnar með útrunnin skipstjórnarréttindi. Réttindi skipstjórans runnu út þann 20. desember 2021 en ferðirnar, sem ákært var fyrir, áttu sér stað á tímabilinu 24. desember 2021 til og með 2. janúar 2022.

Á meðan hann var réttindalaus skráði hann aðra sem skipstjóra í lögskráningarkerfi sem Samgöngustofa rekur. Þeir sem hann skráði vissu ekki af því og þrír af fjórum voru ekki í áhöfninni í ferðunum sem skipstjórinn sigldi án réttinda. Þá skráði hann í einu tilfelli yfirstýrimann sem var við störf í skipinu sem skipstjóra.

Þegar málið komst upp var yfirskipstjórinn  áminntur í starfi og lækkaður í tign og gerður að almennum skipstjóra Herjólfs. Hann var síðan sendur í leyfi en í síðasta mánuði var samið um starfslok við hann.

Fyrir dómi játaði maðurinn sök sína greiðlega og sagðist iðrast gjörða sinna mjög en að endingu kostaði athæfið hann starfið hjá Herjólfi ohf. Héraðsdómur féllst á að skilorðsbinda 30 daga fangelsisdóminn í tvö ár með vísan til þess að hann hefði játað brot sitt og hann hefði ekki sætt refsingu áður.

Mikil ólga hefur verið vegna málsins en nokkrir starfsmenn Herjólfs ohf, sögðu upp störfum í kjölfar þess að málið kom upp og hvernig á því var tekið eins og bæjarmiðillinn Tígull greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt
Fréttir
Í gær

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“