fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Húsráðandi í Árbæ vaknaði við skarkala og kom að manni sem var hálfur kominn inn um svaladyrnar

Ritstjórn DV
Laugardaginn 21. maí 2022 09:53

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nóg var að gera hjá lögreglu í nótt sem þurfti að sinna þónokkrum málum sem tengdust ölvun og fólki í annarlegu ástandi.  Þá var maður handtekinn í Árbæ grunaður um að hafa ítrekað um nóttina gert tilraunir til að brjótast inn. 

Lenti í útistöðum við dyraverði

Ökumaður var stöðvaður í nótt grunaður um akstur undir áhrifum. Þótti lögreglumönnum ökumaðurinn vera sljór og gekkst ökumaður við því að hafa tekið inn þríhyrningsmerkt lyf sem gæti haft áhrif á aksturshæfni. Ökumaður var þá handtekinn og færður á lögreglustöð í hæfnismat og blóðsýnatöku en sleppt að því loknu.

Í miðborginni var skömmu síðar tilkynnt um líkamsárás. Lögregla fór og ræddi við árásarþola en vitað er hver gerandi er.

Þá var einstaklingur í annarlegu ástandi handtekinn við skemmtistað í miðbænum eftir að hafa lent í útistöðum við dyraverði. Einstaklingurinn fór í burtu en kom aftur vopnaður hafnaboltakylfu og var ógnandi í hegðun. Engan sakaði þó og var einstaklingnum gert að sofa úr sér í fangaklefa.

Hrasaði á veitingastað

Lögregla hafði afskipti af þó nokkrum ökumönnum sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum og voru fjórir ökumenn handteknir á svæði Hafnarfjarðar, Garðabæ og Álftaness, og færðir á lögreglustöð í sýnatöku

Á svæði Kópavogs og Breiðholts hrasaði ölvaður maður og datt á veitingastað. Hlaut hann stóran skurð og var fluttur á bráðamóttöku. Á sama svæði voru tveir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum. Annar þeirra er í dagbók lögreglu sagður hafa verið „mjög ósamvinnuþýður“.

Innbrot í Árbæ

Í Árbæ var tilkynnt um þjófnað á rafmagnshlaupahjóli. Lögregla hafði stuttu seinna afskipti af manni á hlaupahjólinu og var málið afgreitt með vettvangsformi.

Í sama hverfi var tilkynnt um innbrot um miðnætti. Þá hafði tilkynnandi komið að einum manni innandyra sem þó tókst að koma sér undan áður en lögregla kom.

Tveimur tímum seinna var aftur gerð tilraun til innbrots í Árbæ, en þá hafði húsráðandi vaknað við skarkala og komið að manni sem var hálfur kominn inn um svalahurðina. Maðurinn komst þó undan.

Skömmu síðar barst lögreglu innbrotsboð frá stofnun í Árbæ. Lögreglumenn fóru á vettvang og var þar einn handtekinn, grunaður um innbrot og tilraun til innbrots í áðurnefndum málum

Um hálf þrjú í nótt urðu lögreglumenn varir við eld í Elliðaárdal. Eldurinn reyndist vera í vinnuskúr og handtók lögregla tvo menn á svæðinu vegna gruns um íkveikju, en báðir voru í annarlegu ástandi og fengu að verja nóttinni í fangaklefa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Í gær

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Í gær

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Í gær

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi
Fréttir
Í gær

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað