fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Meirihlutinn heldur í fyrstu tölum frá Hafnarfirði – Samfylkingin jafnstór Sjálfstæðisflokki

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. maí 2022 23:28

Rósa Guðbjartsdóttir þingmaður og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihlutinn í Hafnarfirði heldur miðað við fyrstu tölur sem voru að berast. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin voru með jafnmörg atkvæði í fyrstu tölum og alls 27,9% fylgi á hvorn flokk og fjóra bæjarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum bæjarfulltrúa en meirihlutinn heldur velli vegna þess að Framsóknarflokkurinn bætir við sig fylgi. Alls fær flokkurinn 16,4% fylgi og tvo bæjarfulltrúa.

Viðreisn fær 9,8% fylgi og einn bæjarfulltrúa en aðrir flokkar sem buðu fram eru án bæjarfulltrúa.

Alls voru 6.170 atkvæði  talin og þar af voru auðir 50 og 20 seðlar ógildir.

Í viðtali á RÚV sagðist Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, vera bjartsýn fyrir kvöldinu og benti á að í síðustu sveitarstjórnarkosningum hafi flokkurinn fengið fimmta manninn inn þegar komið var undir morgun.

Atkvæðin skiptust svona:

Framsókn – 1.000 atkvæði – 16,4% – 2 bæjarfulltrúar

Sjálfstæðisflokkurinn – 1.700 atkvæði – 27,9% – 4 bæjarfulltrúar

Samfylkingin – 1.700 atkvæði – 27,9% – 4 bæjarfulltrúar

Viðreisn – 600 atkvæði – 9,8% – 1 bæjarfulltrúi

Píratar – 400 atkvæði – 6,6% – án bæjarfulltrúa

Bæjarlistinn – 300 atkvæði – 4,9% – án bæjarfulltrúa

VG – 300 atkvæði – 4,9% án bæjarfulltrúa

Miðflokkurinn – 100 atkvæði – 1,6% – án bæjarfulltrúa

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var um fertugt

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var um fertugt
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“
Fréttir
Í gær

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“
Fréttir
Í gær

Rak í rogastans eftir búðarferð – Trúði ekki hvað níu hlutir kostuðu

Rak í rogastans eftir búðarferð – Trúði ekki hvað níu hlutir kostuðu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðagemsar handteknir á hótelum

Vandræðagemsar handteknir á hótelum