fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Helgi gefur lítið fyrir útskýringar mannsins sem birti myndbandið – „Grow a pair maður“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 13. maí 2022 14:06

Mynd af Helga: Eyþór Arnarsson - Skjáskot: Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem tekið var upp á dyrabjöllumyndavél hér á Íslandi hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum Twitter. Í myndbandinu má sjá konu á sjötugsaldri sem er að ganga í hús á vegum Samfylkingarinnar. Hún býður manninum sem svarar rós en maðurinn segir henni að setja rósina frekar í ruslatunnuna við húsið.

Umrætt myndband hefur verið harðlega gagnrýnt og sér í lagi maðurinn sem birti myndbandið á Twitter. Sá kveðst þó ekki vera sá sem tók það upp heldur hafi hann bara dreift því áfram. „Hef ekki hugmynd um hvaða aðili var að eyða tíma í þetta en það var ekki ég. Var einmitt að gera grín af því að hafa eytt tíma í þetta rugl,“ segir maðurinn sem dreifði myndbandinu og uppskar í kjölfarið mikla gagnrýni.

Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan er á meðal þeirra sem lætur manninn heyra það. „Ahh já þetta var svona forvarnarmyndband,“ segir Helgi í athugasemd við útskýringu mannsins – að öllum líkindum skrifað í kaldhæðni. „Þið sjomlarnir eruð svo ævintýralega miklir vesalingar, þegar á reynir,“ segir hann nefnilega svo.

Maðurinn sem birti myndbandið heldur þá áfram að afsaka sig og segir Helga að slaka á. „Hélt að þetta væri 100% sviðsett atriði enda hljóðið í dyrasímanum eins og það væri tekið úr stúdíói. Slaka á í hrokanum Helgi minn og anda,“ segir hann.

Helgi gefur þó lítið fyrir þessar útskýringar mannsins. „Já akkúrat. Þú varst bara að sýna hvernig svona deepfake virkaði… Grow a pair maður. Þér fannst þetta fyndið. Deal with it,“ segir hann.

Konan ekki einu sinni á Twitter

Kennarinn Elín Soffía Harðardóttir, konan með rósina í myndbandinu, hefur nú stigið fram í samtali við Vísi og segir hún að sér hafi verið brugðið að sjá myndbandið af sér í dreifingu á Twitter. „Ég er ekki einu sinni á Twitter. Ég er búin að vera í sjálfboðaliðastarfi fyrir flokka og í forsetakosningum síðan ég var sextán ára, og nú komin á sjötugsaldur. Ég hef bara aldrei orðið fyrir svona, þarna er bara verið að gera lítið úr manni,“ segir hún í samtali við blaðamann Vísis.

„Mér hefði aldrei dottið í hug að einhver myndi taka mann upp á myndband heima hjá sér og birt á samfélagsmiðlum. Þetta er bara friðhelgi, að einhver bara birti myndband af manni og reyni að gera lítið úr manni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani
Fréttir
Í gær

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Í gær

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“