fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fréttir

„Ég er sár en ég er líka öskureið og ég ætla alls ekki að þegja yfir þessu“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 1. maí 2022 21:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sósíalistaflokkurinn í Reykjavík kynnti á Facebook-síðu sinni í dag frambjóðanda sinn  Ástu Þórdísi Skjalddal Guðjónsdóttur inn á Facebook-síðu sinni Sanna Reykjavík. Þeirri færslu var svo hægt að deila áfram en undir einni deilingunni skrifaði Guðfinnur Stefán Halldórsson, betur þekktur sem Guffi bílasali, athugasemd um útlit Ástu. 

Guffi skrifaði: „Siggi minn svaka eru fólkið þitt óheppið með útlitið“, en Guffi virðist þar vera að vísa til myndarinnar af Ástu sem fylgdi kynningunni á henni sem frambjóðanda.

Ásta hefur skrifað færslu á Facebook þar sem hún vekur athygli á þessari athugasemd og segist bæði sár og reið.

„Kæru vinir og félagar, ég er yfir mig hneyksluð núna. Ég er sár en ég er líka öskureið og ég ætla alls ekki að þegja yfir þessu svo ykkur er velkomið að deila“

Ásta rekur að hún er í framboði fyrir Sósíalistaflokk Íslands þvi hún hafi ýmislegt fram að færa eftir langan feril í félags- og baráttumálum sem og eftir áratuga lærdómsríkt starf og baráttu gegn fátækt. Vegna þessa hafi verið ritaður stuttur pistill um Ástu inn á Facebook-síðu Sósíalista í Reykjavík og þeirri færslu hafi vinur hennar deilt áfram. Þá hafi Guðfinnur bílasali brugðist við með áðurnefndum hætti.

„Ég veit ekki hvort öðrum finnst Guðfinnur jafn fyndinn og myndarlegur og honum sjálfum finnst hann greinilega vera, en ég sé bara ekkert fyndið við að gera lítið úr fólki á þennan hátt og smætta það og málstað þess á jafn niðurlægjandi máta og hér er gert, fyrir utan hvað þetta er óþarft og særandi.“ 

Ásta segir svona framkomu, sem og viðhorf, ekki boðleg árið 2022 „og samfélagið ætlar ekki að sætta sig við þessa eitruðu forréttindakarlmennsku lengur“. Ásta bendir á að hún viti ekki betur en svo að borginni sé ekki stýrt af útliti borgarfulltrúa einu heldur af getu þeirra, færni, dugnaði, þekkingu og kunnáttu svo dæmi séu tekin.

„Guðfinni finnst ég kannski óheppin með útlitið, takk fyrir pent! en ég er of vel upp alin og of kurteis til að segja hvað mér finnst, að öðru leiti en því að ég veit hvaða bílasölu ég ætla aldrei nokkurntímann framar að eiga viðskipti við né mæla með við nokkurn mann.“ 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Í gær

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Í gær

Doppumeistarinn er byrjaður á næsta verkefni – 570 uglur, ein fyrir hvern genginn kílómeter

Doppumeistarinn er byrjaður á næsta verkefni – 570 uglur, ein fyrir hvern genginn kílómeter
Fréttir
Í gær

Sláandi vendingar í Air India-slysinu: „Við teljum að þetta hafi verið sjálfsvíg flugstjórans“

Sláandi vendingar í Air India-slysinu: „Við teljum að þetta hafi verið sjálfsvíg flugstjórans“