fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Helstu fréttir næturinnar frá Úkraínu – Þjóðverjar lögðu hald á snekkju olígarks

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. mars 2022 04:30

Úkraínskir hermenn í Kyiv í gær. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sókn Rússa gegn Úkraínumönnum heldur áfram af miklum þunga en Úkraínumenn veita harða mótspyrnu og sókn Rússa miðar ekki samkvæmt áætlunum þeirra. Fordæmingum heimsbyggðarinnar rignir yfir Rússa og viðskiptaþvingunum er beitt gegn þeim. Þeir standa nú einir og vinalausir á alþjóðavettvangi.

Hér er yfirlit yfir helstu fréttir næturinnar af málum tengdum Úkraínu. Fréttin verður uppfærð eftir því sem nýjar fréttir berast.

Uppfært klukkan 08.57 – Dönsk stjórnvöld búa sig undir að taka á móti 20.000 úkraínskum flóttamönnum en hafa ekki sett neitt þak á hversu mörgum verður tekið við.

Uppfært klukkan 08.50 – Breska varnarmálaráðuneytið segir að hreyfing sé komin á 65 km langa rússneska herflutningalest sem hefur verið kyrrstæð nokkra tugi kílómetra frá Kyiv í nokkra daga og mjakist hún nú í átt að borginni.

Uppfært klukkan 08.16 – 15.000 rússneskir ferðamenn sitja fastir í Dómíníska lýðveldinu vegna stríðsins í Úkraínu. Það sama á við um 2.000 Úkraínumenn. Þarlend stjórnvöld hafa gert samning við hótel um ferðamennirnir fái að dvelja á þeim þar til lausn hefur fundist á vandanum.

Uppfært klukkan 08.04 – Flóttamannastofnun SÞ segir að til viðbótar við þá milljón Úkraínumanna sem hefur flúið til nágrannaríkja þá sé ein milljón á vergangi innanlands.

Uppfært klukkan 07.30 – ESB hefur nú tekið á móti tæplega einni milljón flóttamanna frá Úkraínu. Ylva Johansson, sem fer með innri málefni í Framkvæmdastjórn ESB, skýrði frá þessu í morgun.

Uppfært klukkan 07.28 – Rússlandi og Hvíta-Rússlandi verður meinað að taka þátt í Ólympíuleikum fatlaðra í Peking. Alþjóðaólympíunefndin skýrði frá þessu fyrir stundu.

Uppfært klukkan 07.25 – Þjóðverjar ætla að senda Úkraínumönnum 2.700 loftvarnarflaugar til viðbótar þeim búnaði sem þeir hafa nú þegar sent þeim.

Uppfært klukkan 07.20 – Breska varnarmálaráðuneytið segir í stöðuskýrslu sinni að Úkraínumenn hafi Kharkiv enn á valdi sínu og það sama eigi við um Chernihiv og Mariupol.

Uppfært klukkan 06.40 – Úkraínsk sendinefnd er nú á leið til hvítrússnesku borgarinnar Brest til viðræðna við rússneska sendinefnd um frið. Ríkin féllust á að rússneski herinn setti upp öryggissvæði svo úkraínska sendinefndin gæti mætt til fundarins.

Uppfært klukkan 06.30 – Rússnesk yfirvöld hafa nú í fyrsta sinn viðurkennt að mikið mannfall hafi orðið hjá rússneska hernum. Dögum saman hafa þau neitað að viðurkenna þetta en í gær sögðu þau að 498 rússneskir hermenn hafi fallið og 1.597 særst. Úkraínsk yfirvöld segja hins vegar að um 9.000 rússneskir hermenn hafi fallið.

Uppfært klukkan 05.40 – Borgin Kherson er nú á valdi Rússa að sögn Igor Kolykhaev borgarstjóra. Hann hvatti Rússa til að skjóta ekki á óbreytta borgara og heimila þeim að fjarlægja lík af götum borgarinnar. Hann sagði að engar úkraínskar hersveitir séu nú í borginni en þar búa um 280.000 manns. Þetta er fyrsta stóra borgin sem Rússar ná á sitt vald.

Uppfært klukkan 05.08 – Margar öflugar sprengingar hafa orðið í Kyiv í nótt. Borgarbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls.

Uppfært klukkan 05.07 – The Kyiv Independent segir að Rússar hafi gert árásir á margar borgir og bæi í gærkvöldi og nótt. Í Izium létust átta óbreyttir borgarar í gærkvöldi þegar rússar skutu á fjölbýlishús og sérbýli. Tvö hinna látnu eru börn.

Uppfært klukkan 05.35 – Forbes segir að þýsk yfirvöld hafi lagt hald á lúxusnsnekkju rússneska auðkýfingsins og olígarkans Alisher Usmanov. Hún hefur verið í slipp í Hamborg og mun ekki fara þaðan á næstunni. Margar af refsiaðgerðum ESB beinast einmitt gegn rússneskum olígörkum.

Uppfært klukkan 05.34 – Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, ávarpaði úkraínsku þjóðina í nótt og sagði að Úkraínumönnum hafi tekist að eyðileggja áætlun Rússa um sigur í Úkraínu á einni viku. Hann sagðist einnig vera stoltur af hetjulegri baráttu landsmanna gegn innrásarhernum. Hann hvatti til áframhaldandi baráttu gegn rússnesku hermönnunum sem glíma við lélegan móral að hans sögn. Hann sagði að um 9.000 rússneskir hermenn hafi fallið í stríðinu en yfirvöld í Kreml sögðu í gær að 498 rússneskir hermenn hafi fallið en 2.870 úkraínskir hermenn.

Uppfært klukkan 05.33 – Flóttamannastofnun SÞ segir að um ein milljón Úkraínumanna séu nú á flótta vegna stríðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar