fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Séra Gunnar var sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðislegra áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 8. febrúar 2022 16:17

Séra Gunnar Sigurjónsson fær ekki að snúa aftur til starfa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séra Gunnar Sigurjónsson var sendur í leyfi síðastliðinn desember. Greint var frá því að það hafi verið vegna samstarfsörðugleika en nýjar upplýsingar benda til þess að um djúpstæðari vanda hafi verið að ræða. 

Stundin greinir frá því í dag að sex konur hafi tilkynnt Gunnar vegna kynferðislegrar áreitni, kynbundins ofbeldis og eineltis. Í umfjöllun Stundarinnar kemur fram að dæmin um alvarlega kynferðislega áreitni og kerfisbundið, langvarandi kynbundið ofbeldi séu mörg.

Heimildir Stundarinnar herma að áreitið og ofbeldið hafi verið svo mikið að hluti kvennanna sex hafi ekki treyst sér til að starfa í Digranes- og Hjallaprestakall í Kópavogi þar sem Gunnar er sóknarprestur.

Mál Gunnars er eitt af þeim 12 málum sem teymi þjóðkirkjunnar í málefnum kynferðisofbeldis, áreitni og eineltis er með til skoðunar. Þrír fulltrúar eru í teyminu en þeir voru skipaðir af Kirkjuráði, það eru Bragi Björnsson, lögmaður og formaður teymisins, Ragna Björg Guð­brands­dótt­ir, fé­lags­ráð­gjafi og vara­­for­maður, og Karl Ein­ars­­son geð­lækn­ir.

Í stuttu samtali við DV vildi Bragi ekki ræða einstök mál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns