fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fréttir

Leit stendur yfir að týndri flugvél: Sjaldgæft að flugvélar séu týndar svona lengi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. febrúar 2022 14:35

Myndin er úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfangsmikil leit lögreglu og Landhelgisgæslunnar stendur yfir að lítilli flugvél sem fór frá Reykjavík upp úr klukkan tíu í morgun og hefur ekkert spurst til hennar.

Vísir.is greinir frá.

Um borð í flugvélinni eru flugmaður og þrír farþegar.

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á sveimi yfir Hveragerði í  leit að vélinni og Björgunarsveitir á Suðurnesjum hafa verið ræstar út.

Uppfært kl. 14:48:

 Í textalýsingu Vísis kemur fram að síðasta þekkta staðsetning flugvélarinanr var við Heiðmörk, stuttu eftir að hún fór frá Reykjavík. Allar björgunarsveitir á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og Árnessýslu hafa verið kallaðar út til leitar. Landhelgisgæslan og lögreglan rannsaka atvikið og reyna að þrengja leitarhringinn fyrir björgunarsveitirnar.

Uppfært kl. 15:57: 

Vísir greinir frá því að leitarsvæðið sé vestur af Úlfljótsvatni og suður af Þingvallavatni. Er það mat byggt á farsímagögnum og fremur slitróttum staðsetningargögnum.

Uppfært kl. 17:16:

Samkvæmt Vísi flaug flugvél danska flughersins yfir leitarsvæðið fyrr í dag. Flugvélin varð því miður ekki vör við neitt. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi að búið sé að ákveða að fjölga björgunarsveitarmönnum og að leitarsvæðið sé ennþá mjög stórt.

Uppfært kl. 18:14:

Búið er að fjölga björgunarsveitarfólki en nú taka um 400 manns þátt í leitinni og von er á fleirum. Ásgeir hjá Landhelgisgæslunni segir í samtali við Vísi að enn sé aðallega verið að leita á svæðinu suður af Þingvallavatni. „Það er auðvitað ekkert útilokað, en þetta er miðað við helstu vísbendingar,“ segir hann.

Uppfært kl. 18:38:

Flugmenn sem voru á flugi við Reykjanesskaga heyrðu boð frá neyðarsendi nú síðdegis. Ásgeir staðfestir þetta í samtali við fréttastofu Vísis. Hann segir að þyrlu Landhelgisgæslunnar verði flogið þangað sem heyrðist í neyðarsendinum en hann er óstaðsettur. Vonast er til þess að þyrlan nemi merki frá sendinum.

Uppfært kl. 19:52:

Ásgrímur Ásgrímsson, framkvæmdastjóri hjá Landhelgisgæslunni, greindi frá því í kvöldfréttum RÚV að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi ekki náð að nema merki frá neyðarsendinum.

Þá ræddi RÚV einnig við Ragnar Guðmundsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa en hann sergir nefndina vera tilbúna að bregðast við, það sé þó ekki gert fyrr en vélin finnst. Ragnar segir það afar sjaldgæft að flugvélar séu týndar svona lengi.

Fréttin verður uppfærð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“