fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Anna Kolbrún fékk stóran skell í Landsrétti – Þarf að borga dönsku innheimtufyrirtæki 12 milljónir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 25. febrúar 2022 16:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur dæmdi í dag Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, fyrrverandi þingmann Miðflokksins, til að greiða dönsku innheimtufyrirtæki andvirði tæplega 12 milljóna íslenskra króna auk rúmlega 8% vaxta frá árinu 2016. Upphæðin í dönskum krónum er 623.280,74.

Héraðsdómur hafði dæmt Önnu Kolbrúnu til greiðslu mun lægri upphæðar, 68.561 danska krónur, sem er andvirði rúmlega 1,3 milljóna íslenskra króna.

Málið á rætur sína að rekja til húsnæðisláns sem Anna Kolbrún tók í Danmörku vegna eignar sem hún síðar seldi. Gert var samkomulag um greiðslu eftirstöðva lánsins sem fól í sér afslátt af kröfunni ef Anna Kolbrún stæði við greiðslur. Aðila greindi á um hvort virða ætti samkomulagið en en lánveitandinn var yfirtekinn af danska fjármálaeftirlitinu og var hluti af fyrirtækinu selt til Noreda bankans.

Innheimtufyrirtækið Lowell Danmark A/S er eigandi kröfunnar sem er tilkomin vegna þess að Anna Kolbrún stóð ekki í skilum með afborganir af láninu. Ágreiningur hefur verið um hvort Lowell væri réttmætur eigandi allrar kröfunnar. Í héraðsdómi þótti ósannað að innheimtufyrirtækið danska hefði fengið framselt annað og meira en sem nemur andvirði um 1,3 milljóna íslenskra króna.

Bæði Anna Kolbrún og danska innheimtufyrirtækið áfrýjuðu til Landsréttar. Var það niðurstaða Landsréttar að ganga að fullu að kröfum Dananna og er Anna Kolbrún dæmd til að greiða þeim fyrrgreinda upphæð sem slagar upp í 12 milljónir og við það bætast háir dráttarvextir. Auk þess þarf Anna Kolbrún að greiða 1,2 milljónir í málskostnað.

Dóma Landsréttar og héraðsdóms má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar